Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 9
9
að ekkert land stæði þeim jafnfætis í því efni. þ>að
eru skólarnir í borgunum, sem mestur fróðleikur er
að kynna sjer, og mun sjerstaklega verða haft tillit
til þeirra í því, sem hjer fer á eptir.
Allmikill munur er þó á reglugjörðum hinna
einstöku skóla i borgunum, eins og til sveita. far
er skólatíminn optast frá i. sept. til 30. júní, og er
honum skipt í tvo eða þrjá kafla. Víðast hvar er
frí á laugardögum, á stöku stöðum er það á fimmtu-
dögum, eins og í Frakklandi, og í nokkrum ein-
stakra manna skólum hálfur miðvikudagurinn og
hálfur laugardagurinn, eins og á Englandi.
í flestum skólum eru kennslustundir frá klukk-
an 9 f. hád. til klukkan 12, og frá klukkan 2 e.
hád. til kl. 4 e. hád. í neðri bekkjunum í byrj-
endaskólum eru þær opt eigi nema annan af þess-
um tveim köflum. Auk þess fá nemendurnir að
hvíla sig 10—30 mínútur á meðan hver kennslukafli
stendur yfir.
Sveitafjelögin leggja venjulega til skólabækurn-
ar, og á að skila þeim aptur vel útlftandi við lok
skólaársins.
Skóla-agi.
pað er einkennilegt við skóla í Bandaríkjunum,
að almenningi er heimilt að koma í þá og hlusta
á það, sem þar fer fram. Sjerstaklega er foreldr-
um og vandamönnum nemendanna boðið að koma
þangað svo opt sem þeir geti. þ>etta er gjört af
því, að bæði þykir það sjálfsagt, að foreldrar hafi
rjett til að kynna sjer, hvernig uppeldi barna þeirra
fer fram f skólanum, og að það sje skylda þeirra,
að kynna sjer það, og auk þessa sje þetta sterk
hvöt fyrir kennarana til að vanda kennsluna sem
mest, og fyrir börnin til að nota hana sem bezt.