Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 10
10
Mjög er kostað kapps um að vekja með ýmsu
móti áhuga og kapp hjá nemendunum. Um fram
allt er leitazt við að fá þá til að gjöra starf sitt með
fúsum vilja, svo að eigi þurfi að neyða þá til þess;
eru ýms ráð höfð til að fá þessu framgengt; það
er leitazt við að vekja hjá þeim framkvæmdafýsn,
námfýsi, löngun til að ávinna sjer hrós hjá kennur-
unum og ástundun að breyta eptir góðum dæmum.
Alltíð próf, verðlaunaveitingar og aðrar heiðurs-
veitingar er eitt af því, sem haft er til að glæða
kapp og ástundun hjá nemendum. Yfir höfuð er
leitazt við að fylgja þeirri reglu, að gjöra námið
sem skemmtilegast, og vekja meðvitund um það
hjá nemendunum, að gagnlegt sje fyrir þá að iæra
það, sem þeim er fyrirskipað.
Refsingar eru að vísu við hafðar, en neyðarúr-
ræði þykja þær, og það er talinn kostur við hvern
kennara, að hann þurfi sem minnst að beita þeim.
í sumum ríkjum eru líkamsrefsingar eigi við-
hafðar, en í sumum þeirra hafa þær aptur á mót
verið lagður niður um stundar sakir, en teknar upp
aptur. J>að er skólastjórinn einn, sem framkvæmir
refsinguna, ogþað þó að eins mjög sjaldan ogmjög
hóflega; því að tilgangur refsingarinnar á að vera
sá, að betra sökudólginn, en eigi sá, að hefna sin
á honum eða eingöngu að kúga hann til góðrar
breytni.
Kennendur.
Miklu fleiri konur en karlar fást við kennslu-
störf í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti er það
svo í byrjendaskólunum og miðskólunum. í stig-
skólum, þar sem er einn yfirkennari og fleiri eða
færri aðstoðarkennendur, þá er opt yfirkennarinn
karlmaður, en aðstoðarkennendurnir konur. Árið