Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 13
13
■ar þær námsgreinir, sem hjer hafa verið taldar,
þegar lengra dregur upp eptir skólunum.
Til þess að gefa hugmynd um, hvernig hver
grein er kennd, setjum vjer hjer kennslutöflu fyrir
ófullkominn stigskóla í sveit með einum kennara.
Kennslutímanum er skipt í q tímabil, og er hvert
þeirra 5 mánuðir.
Fyrsta tímabil er kennt :
1. Lestur; er þá viðhöfð orðkennsluaðferðin
eða hljóðkennsluaðferðin, sem síðar verður talað um.
pá er lesinn fyrri helmingur fyrstu lestrarbókar.
2. Skript; kennt að skrifa stafina á veggtöflu
og spjald.
3. Reikningur; kennt að telja hluti, skrifa töl-
urnar og læra nöfn þeirra.
4. Munnleg kennsla á hverjum degi. þ>að er
ýmislegt, sem þannig er kennt; það er talað við
börn^i um ýmsa hluti, málvillur eru leiðrjettar hjá
þeim, þau eru frædd um ýmislegt viðvíkjandi heil-
brigðisfræði, þeim er kenndur söngur og hátt-
prýði.
Annað timabil. þ>á er kennt:
1. Lestur og rjettritun; lokið er við fyrstu
lestrarbókina.
2. Skript. Börnin eru látin skrifa í forskript-
arhepti og smásetningar úr lestrarbókinni.
3. Kennt er að telja og leggja saman; þá er
og kennt að skilja og nota samlagningartöfluna.
Auðveld reikningsbók er höfð við kennsluna. Ef
■Grubes1 aðferð er viðhöfð, þá á þetta eigi við.
þ>riðja timabil. þ>á er kennt:
1. Lestur; það er byrjað á annari lestrarbók-
inni og haldið áfram rjettritunaræfingum, og börnin
látin gjöra grein fyrir þýðingu orðanna.
1) Á hana yerður minnzt síðar.