Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 15
15
er að þekkja á landabrjef, og landfræðislegar tákn-
anir eru skýrðar með hlutum, myndum og dæmum.
Sjötta tfmabil:
1. í lestri er byrjað á fjórðu lestrarbókinni;
þess vandlega gætt, að framburður sje rjettur og
lestrarlag fagurt; þá er byrjað að kenna að nota orða-
bók sjer til aðstoðar.
2. Við rjettritun er notuð stöfunarbókin, og allt
annað, er að liði má verða, nema orðabók.
3. Við skriptarkennsluna er' haft forskriptar-
hepti, og auk þess skrifaður útdráttur úr því, sem
lesið hefur verið.
4. í tölvísi er sleppt ýmsu torveldu, og þeim
reglum, sem sjaldan koma að notum.
5. í landafræði er byrjað á miðskólalandafræði,
og vandlega kennt að þekkja helztu atriði á landa-
brjefum. Við kennsluna má eigi hafa ónákvæm nje
ljeleg landabrjef.
6. Málfræðiskennslan er f þvi fólgin, að leið-
rjetta vandlega allar málvillur; þá er og munnlega
byrjað á reglulegri málfræðiskennslu.
Sjöunda tfmabil:
1. Lestur; þá er enduð fjórða lesbók og byrj-
að á hinni fimmtu; þá er lesið ýmislegt efni.
2. Skrifað er f forskriptahepti og sendibrjef
samin.
3. Tölvísi. Mest áherzla er lögð á að læra að
reikna fljótt og vel þær aðferðir, sem gagnlegastar
eru og optast koma fyrir.
4. Landafræði er kennd eptir kennslubók, en
sleppt öllu smámunalegu, sem án má vera; stund
lögð á það, að gefa glöggt yfirlit.
5. Málfræði er kennd eptir ljettri málfræðis-
bók.
Áttunda tímabil.