Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 16
16
1. J>á er lesin fimmta lesbókin og stutt saga
Bandaríkjanna 200 bls.).
2. Skrifæfingar hafðar; þá er lokið við að læra
brjefaskriptir. Ávallt brýnt fyrir nemendum, að gæta
alls vandlega við skriptina, og ganga hreinlega frá
brjefum sem öðru.
3. Reikningur; mjög reynt að glæða skilning
nemenda.
4. í landafræði er lokið við miðskólalandafræði.
Taka skal tillit til sögunnar, þegar spurt er úr land-
fræðinni.
5. í málfræði eru skýrðir hlutar ræðunnar.
Níunda tímabil.
1. Lestur. Lesin er fimmta lesbók og saga
ríkisins, sem skólinn er í; rjettritunaræfingar við-
hafðar.
2. Stöðugar skriptaræfingar.
3. Lokið tölvísinni.
4. Lesin landfræði ríkisins.
5. Lokið við byrjendamálfræðina.
í borgum er margbrotnari niðurskipan námsgrein-
anna og meira kennt en hjer er talið.
f>að er mjög erfitt, að fá glöggt yfirlit yfir, hve
miklum tíma er varið til hverrar námsgreinar fyrir
sig, því að skýrslur eru litlar um það, og erfitt að
fá upplýsingar um það.
Mjög er það venjulegt, að hverjum bekk sje
skipt í 2—3 deildir eða jafnvel fleiri. Á meðan ein
deiidin er yfirheyrð, eru hinar deildirnar að búa sig
undir yfirheyrsluna; skiptist því mjög opt á yfir-
heyrsla og undirbúningur, og má vera, að það sje
of opt; því að með þessu fyrirkomulagi verða smá-
börn í neðri bekkjunum að lesa allmikið upp á eigin
hönd, en á þeim aldri eru þau lítt fær um það.
Nokkra bót mætti ráða á þessu, ef einhver af börn-