Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 18
18
Kl. 2 byrjar síðan kennsla aptur, og stendur
yfir til kl. fjögur; eru þá kenndar þvi nær sömu
greinir, og tímanum skipt mjög líkt og fyrri hluta
dagsins.
f>egar hver grein er kennd svo stutta stund í
einu, eins og hjer hefur verið sýnt, er miklu síður
hætt við, að börnin þreytist og að leiðindi vakni
hjá þeim, heldur en ef þau eiga að sitja heila
klukkustund eða lengur við sömu námsgrein.
Eptir því sem börnin færast upp eptir bekkjunum,
eru þau látin vera lengur í einu við hverja ein-
staka námsgrein, því að þá má búast við, að þau
geti lengur haft hugann fastan við sama efni.
Skólahús og áhöld.
Skólahús í Bandaríkjunum eru næsta ólík.
Vestarlega og einkum víða í suðurríkjunum eru enn
á allmörgum stöðum „bjálkahúsin11; þessi hús eru
næsta óvönduð; en talandi vottur eru þau um fram-
kvæmdarsemi þeirra manna, er þau hafa reist, og
um það, hvílík nauðsyn þeim hefur þótt að koma
á fót skólum, þótt lítil efni væru fyrir höndum og
flestum mundi hafa sýnzt það lítt mögulegt. Víða
til sveita eru nú komin mjög snotur skólahús, og
fjöldi af skólahúsum í borgum þar eru sannkallaðar
skrautbyggingar. J>að lítur svo út, að Bandaríkja-
menn hneigist að því, að láta birtuna koma að eins
frá vinstri hlið í skólahúsunum, enda er það al-
mennt álit, að bezt fari á því, að hún komi þaðan
og að ofan, nema þar sem um mjög breið skóla-
herbergi er að ræða; þá halda margir því fram, að
nauðsynlegt sje, að nokkur birta komi einnig frá
hægri hlið. Kennurum er ekki ætlaður bústaður
í skólahúsunum; þar hafa þeir að eins starfher-
bergi.