Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 21
21
muni að fá fulla vissu um tekjur og gjöld skóla i
Bandaríkjunum; en í skýrslum þeim, sem mennta-
málaskrifstofan hefir getað aflað sjer, er talið, að
tekjur hafi verið árið 1882 meira en hálft fjórða
hundrað miljónir króna, en gjöldin nokkru minni.
í borgum hafa kennarar fremur góð laun, en
til sveita eru þau víða næsta lág, og er það, eins
og áður var minnzt á, meðfram orsökin til þess, að
sveitaskólar standa á baki borgaskólum.
J>að kemur ekki svo óvíða fyrir, að sveitakenn-
arar hafa að eins 15 dollara um mánuðinn, og eru
það ótrúlega lág laun í landi, þar sem daglauna-
menn hafa opt 30—40 dollara um mánuðinn, og það
því fremur, sem kennararnir hafa þessi laun eigi
nema nokkurn hluta af árinu.
Smábarnaskólar (Kindergárten, barnagarðar).
í hina eiginlegu almenningsskóla eru börn
venjulega ekki tekin yngri en 6—7 ára gömul. En
yngri börn geta fengið kennslu í smábarnaskólum
eða barnagörðum; sá, sem þá stofnaði, var Fröbel,
þýzkur maður (1782—1852). Fröbel heldur því fram,
að allri fræðslu skuli hagað eptir þroskunarlögum
mannsandans, og að sem fyrst sje byrjað á þvi starfi.
Sjálfur segir hann: Yjer fylgjum þroskastigum
barnsins frá því að hjá þvi vakna óljósar hvatir og
allt þangað til það fær ljósa meðvitund og vilja, og
vjer reynum að veita því þá fræðslu á hverju þroska-
stigi, sem styðji það að ná næsta stigi. Barnagarð
kallaði Fröbel skóla sinn, af því að hann vildi, að
börn sín hefðu aldingarð til að leika sjer i, og til
að skoða þar náttúruna, og af þvi að hann likti
börnunum við plöntuna i garðinum, sem þarf sól-
skin, hita og vætu til að þroskast, eins sagði hann
að börnin þyrftu að njóta ástúðar og gleði til að