Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 22
22
geta náð þrifum. Barnsaldurinn er aldur gleði og
skemmtana; því valdi Fröbel leiki og skemmtanir
fyrir aðalstörf í skóla sínum, en hann vildi haga
þeim þannig, að jafnframt því sem börnin nytu sem
mestrar ánægju, þá gætu leikirnir vakið athuga
þeirra á hlutunum kring um þau, skerpt skilning
þeirra og sköpunarafl, og yfir höfuð aukið sjónar-
svið þeirra.
Fröbel hefur fengið marga fylgismenn, og smá-
barnaskólarnir breiðast æ meir og meir út, eins í
Bandaríkjunum sem svo víða annarsstaðar. Eigi
hefur það þó vantað, að menn hafi risið öndverðir
gegn aðferð Fröbels, og talið skóla hans og skóla-
leiki hjegóma einn. En varla mun þó nokkrum,
sem athugað hefur barnaleiki, geta dulizt, hve mikla
þýðing þeir hafa til að auka þroska barnanna á
allan hátt, og því fremur hlýtur þetta að verða,
þegar leikjunum er skynsamlega hagað og hagan-
leg leikföng eru valin. í Bandaríkjunum fer kennsla
fram í smábarnaskólunum að mestu leyti eptir regl-
um Fröbels. Tuttugu börn eða fleiri eru fengin í
hendur einni eða tveimur kennslukonum. í kennslu-
herbergjunum eru hljóðfæri, teningar, ýmislega lit-
ur pappír o. s. frv. Störf eru margbreytt, en mjög
barnaleg. Stundum byggja annaðhvort kennarinn
eða börnin hús úr trjestykkjum til þess gjörðum,
stundum eru þau látin leika sjer að kúlum eða ten-
ingum, stundum eru klipptar út rnyndir úr pappír
eða teiknað o. s. frv. Á sumrin eru börnunum
sýndar plöntur; er þeim þá kennt að þekkja þær,
og þau frædd um ætlunarverk hinna einstöku plöntu-
hluta. Stundum er börnunum kennt að telja og
jafnvel að leggja saman. Smámsaman er látið verða
hlje á kennslunni; eru þá börnin látin syngja og er
leikið með á hljóðfæri. Á þá jafnan að sýna með