Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 26
26
be, ba, de og önnur slík orð, sem þau gætu ekki
skilið hvað þýddu. Aptur fundu þeir, að það var
kostur við orðkennsluaðferðina, að þegar barnið les:
það er köttur, þá skilur það, hvað það fer með.
þ>að er ekki tómt hljóð, heldur veruleg hugmynd,
sem um er að ræða. Til þess að fá vissu um, að
barnið hafi skilið það, sem það hefur lesið, spyr
kennarinn það iðulega um efni þess og þýðing orð-
anna. Eptir því sem börnin verða leiknari í að lesa,
eptir því er lestrarefnið haft margbreyttara og erfið-
ara. Kennarinn gætir þess vandlega, að barnið lesi
eigi að eins skýrt, heldur og þægilega, með rjett-
um áherzlum og raddbreytingum samkvæmum efn-
inu, og hafi lesturinn verið kenndur vel þegar frá
byrjun, veitir eigi torvelt að fá það til þess.
Lestrarfýsnin er á ýmsan hátt vakin og glædd
hjá æskulýðnum, og fjöldi af bókum og blöðum er
samið handa ungiingum og börnum. Fyrst og fremst
má nefna lesbækurnar (readers); þær eru, eins og
lesbækur handa alþýðuskólum venjulega eru nú á
dögum, í fleiri eða færri deildum, en misþungar eptir
því handa börnum, hve þroskuðum nemendum þær
eru ætlaðar; er mjög leitazt við að laga efni þeirra
eptir hugsunarhætti og þroska barnanna, og að hafa
það bæði skemmtilegt, fróðlegt og siðbætandi. f>á
eru og gefin út blöð með myndum og skemmtisög-
um og fræðandi efni handa börnum á ýmsum aldri.
Unglingar geta og átt aðgang að góðum bókasöfn-
um; fylgja söfn þessi ýmist skólunum eða eru al-
mennings eign. fessi bókasöfn nota unglingar mjög
rækilega.
Skript.
f>að er almennt viðurkennt í Bandaríkjunum,
eigi siður en annarstaðar, að nauðsynlegt sje að