Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 27
27
Tsunna að skrifa skýrt og snoturlega. f>ó er skript-
arkennsla þar eigi alstaðar í góðu lagi; það er
heldur varla við góðum árangri að búast, þar sem
kennararnir annaðhvort skrifa laklega sjálfir,
eða hafa eigi lag á að vekja áhuga nemendanna á
skriptarnáminu. f>að er nauðsynlegra í Ameríku
en í nokkru öðru landi, að skriptarkennarar bæði
skrifi vel og geti gjört skriptarkennsluna skemmti-
lega, því að þar er ómögulegt, að nokkur árangur
verði af störfum, ef áhugi nemendanna á þeim eigi
er vakandi, og jafnómögulegt er þar, að búast við
árangri, ef kennarinn gengur eigi í öllu á undan
•með dæmi sínu. Prentaðar forskriptir eru til nokk-
urra bóta, en fullnægjandi eru þær ekki. þ>að er
einkennilegt við skriptarkennsluna, hve seint börnin
eru látin byrja að skrifa á pappír. Venjulega er
7?kriptarkennslan byrjuð með því, að kennarinn
skrifar stafi á veggtöfluna, og lætur börnin síðan
mynda þau á spjöld sin eptir forskriptinni. 1 sum-
um skólum er byrjað á því, að kenna börnunum að
lesa skript, og er þeim þá kennt samfara að lesa
og skrifa. fegar börnin hafa um tíma æft sig í að
skrifa á spjald, eru þau látin fara að æfa sig í að skrifa
á veggtöflurnar. Eins og áður vargetið.eru veggir
í skólaherbergjum víða alþaktir svörtum töflum, og
getur því allur flokkurinn, sem er að skrifa, safn-
ast að þeim í einu og skrifað á þær. J>etta hefur
ýmsa kosti 1 för með sjer; það liðkar handarvöðv-
ana, kennarinn getur í fljótu bragði sjeð, hvernig
hvert barn skrifar, og þegar hann leiðrjettir
hjá einu barni, geta hin sjeð það og haft gagn af
því. í>egar börnin hafa þannig lært nokkuð að
skrifa, er farið að láta þau skrifa á pappír; þó er
þeim fvrst fenginn blýant til að skrifa með. í
Filadelfíu er börnum eigi fenginn pappír til að