Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 28
28
skrifa á fyr en hjer um bil ári eptir að þau hafa
byrjað að læra að skrifa, og penna og blek fá þau
ekki fyr en eptir hálft annað ár. Sumstaðar annar-
staðar er það látið bíða enn lengur.
Mjög víða i byrjendaskólum er dráttlist kennd,.
og er það mjög mikill stuðningur við skriptarkennsl-
una, og ágætt ráð til þess að börnin verði góðir
skrifarar.
Eins og menn vita, vilja börn halla skrifbók-
um sínum til vinstri handar. í Frakklandi er áall-
an hátt reynt að venja þau af þessu, en i Ameriku
eru þau vanin að eins á, að halla þeim ekki meir
en þar þykir góðu hófi gegna; þykir það mátulegt,
að hallinn sje hjer um bil 60—70 stig.
í flestum kennaraskólum er skript kennd.
Rjettritun.
peir, sem enska tungu þekkja, vita, að fjöldi
orða eru skrifuð næsta ólíkt því, sem þau eru bor-
in fram ; mörgum stöfum er sleppt úr framburðin-
um, sumir stafir breyta stafrófshljóði sfnu, og hafa
fleira en eitt hljóð, og fleiri en einn stafur tákna
einatt eitt hljóð. Af þessu leiðir, að örðugt er að
læra bæði lestur og rjettritun í ensku, enda er
miklum tima varið til þess í skólum i Englandi og
i Ameriku.
í Bandaríkjunum hefir rjetrritunarkennslan stað-
ið á baki flestri annari kennslu og verið gamal-
dags. Við kennsluna hafa verið hafðar stöfunar-
bækur (spelling books); i þeim er hrúgað saman
Qölda sundurlausra orða, mjög af handahófi, og eiga
börnin að læra, hvernig þau skuli skrifa. Uppeld-
isfræðingar hafa fyrir löngu dæmt þessa aðferð ó-
hæfa; þó helzt hún enn viðast við, og enn má sjá
það fyrirskipað i skólareglugjörðum, að læra skuli