Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 29
29
mm hvert kennslutímabil, hvernig skrifa skuli 4—•
800 orð i stöfunarbókinni. f»ó má þess geta, að
sumstaðar hefur þessari aðferð nú algjörlega verið
byggt út, og aðrar betri *aðferðir verið teknar upp
i staðinn.
Jafnan mun þó verða örðugt að kenna enska
rjettritun, á meðan orðin eru rituð jafnfjarri fram-
burði og nú er gjört. Bezta ráðið til að ljetta rjett-
ritunarkennsluna er að breyta út af þessu, og er
langt síðan menn fundu það. Benjamín Franklín
skrifaði stundum miklu nær framburði, en almennt
viðgengst. Webster, hinn alkunni orðabókarhöfund-
nr, við hafði auðveldari rjettritun á ijölda orða, og
honum má að miklu leyti eigna þann mun, sem er
á rjettritun Englendinga og Ameríkumanna.
Nýlega hefur verið stofnað fjelag í Englandi,
Bandaríkjunum og Kanada; ætlunarverk þess er,
að réyna að gjöra stafsetninguna samkvæmari fram-
burði en nú er. Forseti þessa fjelags í Bandaríkj-
unum, March að nafni, hefur sett fram fimmreglur
til þess að gjöra rjettritunina nokkuru auðveldari;
þessar reglur eru:
1. Að sleppa a þar sem ea erborið fram sem
stutt e, og skrifa t. d. lied f staðinn fyrir head, ded
í staðinn fyrir dead o. s. frv.
2. Ad sleppa hljóðlausu e á eptir stuttumhljóð-
staf, t. d. hav, liv, formd, í staðinn fyrir have, live,
formed (nema í orðum sem pence, fence, o. s. frv.).
3. Að skrifa f í staðinn fyrir ph, t. d. alfabet,
i staðinn fyrir alphabet o. s. frv.
4. Að sleppa öðrum samhljóðandanum í orðum,
sem enda á tvöfaldan samhljóðanda, t. d. shal, clif,
<g, f staðinn fyrir shall, cliff, egg (undantekin eru:
off, toll, o. s. frv.).
3. Að skrifa t í staðinn fyrir ed i slíkum orð-