Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 30
30
um, sem stopt, ivisht, lasht f staðinn fyrir stopped,
•wisked, lashed (þó aldrei í hoped, produced, o. s„
frv.).
Fáeinir hafa þegar takið upp þessa nýju rjett-
ritun að öllu leyti. en margir fylgja henni meira
eða minna. og öll líkindi eru tif, að það ryðji sjer
smátt og smátt til rúms, að minnsta kosti í Ame-
ríku, að enska verði rituð sem næst framburði.
Nokkrir ganga þegar lengra en hjer hefur verið
frá sagt ; þeir vilja láta. rita öll orð í ensku sem
næst framburði. Höfundur þeirrar bókar, sem rit-
gjörð þessi er útdráttur úr, hefur ritað kennslubæk-
ur handa byrjendum bæði í ensku og fleiri málum,
þar sem allt er ritað sem næst framburði; hann á-
samt ýmsum fleiri berst fyrir að breyta hinni eldri
málkennsluaðferð, og er þetta eitt atriðið i þeirri
breyting.
Enskukennsla.
í>að er í sannleika fátt, sem fremur er áríð-
andi að læra vel en móðurmál sitt, því að þá eiga
menn miklu hægra með að afla sjer annarar þekk-
ingar og nota hana. Víða í Bandarikjunum eru
mjög góðar reglur gefnar fyrir kennslu móðurmáls-
ins, enda eru þær þá samdar af þeim mönnum.sem
halda því fram, að aldrei skuli kenna orðin svo, að
nemendunum sje eigi um leið gjörð ljós þýðing
þeirra, og að æfingar eigi jafnan að ganga á und-
an, áður en reglan sje gefin. Af þessari orsök er
það, að þeir vilja eigi, að byrjað sje á reglulegri
málfræðiskennslu fyr en í miðskólanum. Eigi að
síður er byrjað að kenna móðurmálið þegar i fyrsta
bekk í byrjendaskólanum, enda er þá þegar nóg
verkefni fyrir höndum; það þarf að kenna börnun-
um að setja skipulega fram hugmyndir þær, sem