Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 31
31
þau hafa, auka hugmyndasvæði þeirra og orðaforða,
og leiðrjetta málvillur þeirra. í einni bók1 um
kennslu í móðurmálinu segirsvo: „þegar smábörnum
er kennt móðurrnálið, ríður einkum á að kenna þeim
að geta auðveldlega komið orðum að því, að lýsa
hlutum þeim og atburðum, sem þau verða vör við,
og að venja þau á að tala rjett mál. Ef þau geta
látið hugsun sína rjett í ljós, þegar þau tala, þá
munu þau einnig geta það, þegar þau skrifa“.
IVIálfræði.
fegar byrjað er á málfræðiskennslunni, þykir
bezt við eiga, að byggja hana jafnan á samsetn-
ingaræfingunum, sem síðar mun verða talað um, og
byrja á því að kynna sjer setningarnar og samsetn-
ing þeirra, læra að þekkja frumlagið (subject), og
umsagnarorðið (prædicat), og síðan hina einstöku
orðflokka, og í hverju sambandi þeir standa hver við
annan. f>essi aðferð er skynsamleg, og er hún við
höfð með meiri og minni breytingum. Sá galli vill
loða við málfræðiskennsluna, að kennurunum hættir
til að binda spurningar sínar eingöngu við kennslu-
bækurnar, svo að nemendurnir geta svarað hugs-
unarlaust því, sem þeir hafa lært utan að í bókun-
um; því getur það komið fyrir, að þeir geta mjög
vel sagt frá málfræðisreglum, sem þeir kunna ekki
að nota. Sömuleiðis hættir kennurum í efri bekkj-
unum við að fara út í smásmuglegar málfræðisskýr-
ingar og orðskýringar. Að öðru leyti reyna kenn-
arar til að gjöra málfræðisnámið sem skemmtileg-
ast, og að gefa nemendunum kost á að reyna skarp-
leik sinn við það. Sá góði siður tíðkast víða, að
láta nemendurna sjálfa leiðrjetta málvillur og ritvill-
1) Bright: Graded Instruction in English.