Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 33
33
legasta, með því að heimfæra hana svo mikið til
hluta og athafna, sem hægt er.
f>egar kemur í efstu bekki miðskólans og í
háskólanum er farið að lesa móðurmálið á vísinda-
legri hátt, bæði málfræði þess og sögu. þ>á er
kennt, af hverjum rótum orðin sjeu runnin, hvort
þau sjeu af engilsaxneskum uppruna, keltneskum,
frönskum eða norrænum; þá er einnig kennt um
orðasamsetniguna, um forskot orða, rætur þeirra og
endingar; þá er og kennt pm skyldleika enskunnar
við önnur indó-evrópeisk mál.
Stýlagjörð (composition=samsetning).
Mjög einkennilegar eru hinar miklu stýlæfing-
ar í skólum í Bandarikjunum, og eigi síður hitt,
hvernig þeim er ætlað að auka þrek og þroska
nemandans. f>essar æfingar og aðferðin við þær
byggist á þeirri skoðun Ameríkumanna, að það sje
eigi aðalætlunarverk skólanna, að gjöra þá, sem í þá
ganga, að sprenglærðum mönnum, heldur að mönn-
um færum til að standast í baráttu lífsins, og að
skólarnir eigi að styðja að framför einstaklingseðl-
isins, hjálpa til að mynda einkunn (Karacter) manns-
ins, styrkja vilja hans, koma festu á lífsstefnu hans,
víkka hugsjónarsvið hans og vekja hann til sjálf-
stæðrar hugsunar. J>etta telja þeir þarfari lærdóm,
en að nemandinn læri utan að svo og svo mikið í
ýmsum fræðigreinum,
Stýlaæfingarnar eða samsetningaæfingarnar eru
í fyrstu eingöngu munnlegar, og fara þær fram
samfara hlutkennslunni. Ef verið er að tala um
snjóinn, biður kennarinn hvert barn að segja sjer
eitthvað um snjó. Eitt segir að, hann sje hvítur,
annað, að snjór komi einkum um vetur, hið þriðja,
Tímarit hine islenzka Bókmenntafjelags. X. 3