Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 34
34
að það noti snjóinn til að hnoða úr honum kekki,
o. s. frv. Síðan spyr kennarinn börnin, hvernig þau
vilji setja þessar setningar saman; skrifar hann þær
þá eptir fyrirsögn barnanna á veggtöfluna, og hef-
ur þannig fengið dálitla ritgjörð um snjóinn. Litlu
síðar fer kennarinn að eins að skrifa á veggtöfluna
stuttan útdrátt úr svörunum, og eptir honum eiga
börnin að gjöra samsetninguna. Loksins er hlutur-
inn að eins nefndur á nafn, og hvert barn ritarum
hann það, sem því dettur í hug.
Jafnframt þessum byrjunaræfingum eru og aðr-
ar æfingar við hafðar. J>að er lesin upp smásaga
fyrir börnunum, eða þau látin lesa hana sjálf; síðan
eru þau látin segja það, sem þau muna úr henni,
eða skrifa hana, ef þau hafa lært svo vel að skrifa,
að þau geti það. Stundum er þeim og sýnd mynd,
og þau látin lýsa henni. jpessar kennsluaðferðir
hafa reynzt mæta vel.
í Boston hefur þessi kennsluaðferð fyrst ný-
lega verið tekin upp, og þó hefur skólaumsjónar-
maðurinn þar eigi hikað við að láta io ára börn í
byrjendaskólum hafa við próf svipaða stýla og hjer
hefur verið lýst. Yfir höfuð lætur hann vel yfir
stýlum þessum, og hann endar með þvi að segja,
að samsetningaræfirgarnar — listin að tala með
blýant, eins og börnin segja — ættu að vera kapp-
samlega stundaðar, og það þegar í byrjendaskól-
um.
í miðskólunum eru æfingaefnin vandameiri og
margbreyttari; þar eru valin ritgjörðaefni úr mann-
kynssögu, bókmenntasögu og öðrumvísindagreinum.
Stundum eru nemendurnir látnir rita sendibrjef eða
jafnvel semja skáldsögur. Stundum er þeim og gefinn
kostur á að velja um ýms efni til að rita um, t. d.