Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 35
35
sögu Chicagoborgar, ferðalag i skólaleyfinu eða um
blóðrásina o. s. frv.
í yfirskólunum og kennaraskólum er ritgjörðaefni
þó enn margbreyttara. Mjög opt tekur kennarinn
ekki til neitt ákveðið efni, heldur lætur nemend-
urna kjósa sjálfa, hvað þeir vilji rita á tilteknum
tima. í þeim ritgjörðum kennir einatt margra grasa.
Einn skrifar kynjasögu, annar lýsing á gufuvjelinni,
þriðji ástasögu, Qórði sagnfræðisritgjörð, fimmti gam-
anleik eða hæðnisleik, og er þá lítt sparað að dæma
um sam-nemendur sina og kennara, og gjöra þá
hlægilega, og er slíkt ekki átalið. Við marga há-
skóla gefa nemendurnir út mánaðarblöð; i þeim er
einatt hlffðarlitið dæmt um kennendur og skóla-
stjórn, og eru engar hindranir lagðar í veg fyrir
slíkt. Stundum, einkum i kennaraskólum, eru nem-
endur látnir rita um uppeldi, bókmenntir, stjórnmál
og guðfræði. En kostað er kapps um, að fá hvern
til að láta eigin skoðanir sinar i ljósi. Hvort sem
umtalsefnið er um samkennslu karla og kvenna,
likamlegar refsingar, um stjórnrjettindi kvenna eða
um biflíulestur í opinberum skólum, eða um hvert
annað efni, sem það er, þá má eiga það vist, að
hinar gagnstæðustu skoðanir eru varðar af fullri
sannfæring og með kappi. Ameríkumenn vona, að
málfrelsið og ritfrelsið venji menn á að hafa sjálf-
stæðar hugsanir, og að það glæði skynsamlegar
skoðanir.
Kostað er kapps um, að venja menn á að rita
skýrt, stuttort og gagnort, en minna er hirt um
það, að ritháttur sje íburðarmikill, skrautlegur og
þýður.
3*