Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 36
36
Bókmennlakennsla.
Bókmenntakennsla er alstaðar í yfirskólum.
Bókmenntakennslunni er skipt í mælskufræðiskennslu
og bókmenntasögukennslu. f>að er fjarri, að mælsku-
fræðiskennslan sje í góðu lagi; hún sýnir, sem svo
margt annað í Ameríku, hvernig þar þróast jafn-
hliða það sem er afarillt og ágætagott. f>að eru
æðimikil viðbrigði, að hafa heyrt kenndar hinar á-
gætu stýlæfingar, sem hjer er talað um á undan, og
fá síðan að hlusta á, hvernig menn eru látnir læra
utan að og þylja upp langar romsur af smásmug-
legum orðaskýringum skólaspekinga og úreltum
reglum. J>að er þvi ekki stór furða, þótt nemend-
urnir við þá skóla, þar sem mest stund er lögð á
mælskufræði, sjeu eigi jafnsnjallir að rita og nem-
endur við þá skóla, þar sem hún er minna kennd.
í útlendri bókmenntasögu er nálega ekki kennt
annað en bókmenntasaga fornaldarinnar, og er
kennslan f henni eigi heldur eptirbreytnisverð. í
stað þess að vekja áhuga nemendanna á bókmennta-
sögunáminu, með því að sýna þeim, hverjar orsakir
hafi verið til þess, að bókmenntirnar tóku þá stefnu,
sem þær tóku á þeim og þeim tíma, og með því
að láta þá lesa kafla úr beztu ritum, er allt of opt
sú aðferðin höfð, að láta þá læra utan að rithöfunda-
nöfn og æfisöguágrip þeirra, ásamt stuttum dómi
um þá, sem, eins og eðlilegt er, er mjög vafasamt
um, hve rjettur geti verið.
Aptur á móti er ensk bókmenntasaga kennd
mjög vandlega og miklum tfma varið til að nema
forntunguna og fornenska bókmenntasögu. All-
margir ungir menn skilja fullvel engilsaxnesku.
Nemendurnir eru leiddir til að kynna sjer bókmennt-
irnar meðal annars með þvf, að opt eru valdar fyrir
ritgjörðarefni álfka spurningar og þessar: Hvern