Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 37
37
rithöfund þykir þjer mest varið í ? Hvernig stendur
á því, að þjer þykir það? Hvað getur þá sagt um
æfi hans og rit ?
Samfara bókmenntakennslunni er mikil stund
lögð á framburðaræfingar. í mörgum yfirskólum er
það siður, að áður en timinn byrjar, stiga 5—6 nem-
endur upp á upphækkaðan pall, og lesa þar upp,
hver fyrir sig, ljóðmæli. J>að litur svo út, sem þess-
ar framburðaræfingar gjöri allmikið gagn; bæði
rödd og limaburður er venjulega töluvert áhrifa-
mikið; en þó forðast nemendur allar öfgar, því að
öðrum kosti mega þeir eiga vissa von á hæðni og
ertingum frá fjelögum sínum.
Stærðfræði.
Kennsla í hærri stærðfræði er ekkert framúr-
skarandi hjá Bandaríkjamönnum. Að vísu er nóg-
um tima varið til kennslunnar, en kennsluaðferðir
eru opt eigi heppilegar nje kennarar góðir. Stund-
um er eigi byrjað að kenna mælingafræði fyr en
iokið hefur verið við bókstafareikning, þótt eðlilegt
sýnist, að miklu fyr væri byrjað á henni; á þeirri
skoðun eru og sumir þar vestra. Ágætismaðurinn
Wickersham, yfirskólaumsjónarmaður í Pennsylvaníu,
hefur haldið því fram.að frumatriði mælingarfræðinnar
væru þegar kennd í byrjendaskólum, en þeirri til-
lögu hefur ekki nærri almennt verið fylgt. Verzl-
unarreikningur og bókfærsla er að eins kennd lítið
eitt í yfirskólunum; frumatriði í þríhyrningafræði eru
sumstaðar kennd ; landmæling, landsuppdráttarlist
og hallamæling eru nálega eigi kenndar. Byrjun-
arreikningur, sá’ reikningur, sem optast þarf á að
halda, er aptur á móti vel og vandlega kenndur.
Fá áhöld eru höfð við reikningskennsluna, hvorki
reiknikúlur nje þess konar áhöld, sem víða er siður