Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 39
39
þau sambönd, sem hún getur staðið í við undan-
gengnar tolur. í>egar hlutir eða punktar eru hafðir
við reikningskennsluna, vill hann að þeim sje skip-
að i raðir, tveimur eða þremur í hverja röð. fetta
á að gjöra til þess, að börnunum verði skiljanlegra,
hvernig tölurnar verði lagðar saman og leystar í
sundur. Ef um 5 hluti væri að ræða, mundi hann
vilja láta raða þeim þannig niður : Barnið sæi
þá þegar, að 5 er sama sem 2-J-2-j-i eða 2X2+1
o. s. frv.
7 mætti tákna þannig : : eða ■ : :
Ollu fyrsta árinu er varið til að reikna með töl-
um frá 1 til 10, en þá hafa nemendurnir og lært
grundvallarreglurnar fyrir því, hvernig reikna skuli
með öllum fjórum aðferðunum.
Hugareikningur er mjög iðkaður meðan verið
er að kenna hinn lægri reikning, því að auk þess
sem það kemur sjer vel í daglegu lífi, að vera lið-
ugur að reikna í huganum, er hugareikningur á-
gætlega lagaður til að styrkja minnið og skerpa
skilninginn.
Sumir hafa sagt, að reikningskennsla væri í
lakara lagi í Bandaríkjunum, af því að konur kenndu
þar svo víða, en þær væru miður hæfar til að kenna
reikning en karlar. En svo litur út, að aðrar orsakir
muni að minnsta kosti meðfram vera til þess, því
að í Suðurríkjunum er reikningskennsla lakari en
í Norðurríkjunum, og eru þar þó fleiri karlmenn
kennarar að tiltölu en í Norðurríkjunum.
Landfrœði.
Landfræði er í miklum metum i Bandaríkjun-
um og ágætlega kennd; þetta stendur án efa í sam-
bandi við það, hve miklar mætur menn þar hafa á