Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 40
40
öllum skoðandi aðferðum og þeirri fræðslu, sem
augnanna verður neytt við, en þessu verður, ef til
vill, fremur komið við við landfræðisnám en hvert
annað nám.
Landfræðiskennslan byrjar á heimkynnislýsing.
Víða er eigi gjört ráð fyrir í skólareglugjörðum, að
landfræði sje kennd fyrstu árin; þó er það í góðum
skólum eigi að siður gjört, og er hón þá einatt að
eins kennd í sambandi við aðrar námsgreinir. þ>eg-
ar börn ganga mjög ung í skóla, einkum ef það eru
börn í borgum, veitir ekki af að kenna þeim ýmsa
hluti,sem vjer alls eigi eða naumast þurfum að kenna
í skólum. þ>annig veitir mjög opt eigi af að kenna
skólabörnum að þekkja höfuðáttirnar. Landfræðis-
kennsluna byrja Bandaríkjamenn með þvíað kenna
þeim börnum að þekkja áttirnar, sem eigi þekkja
það áður; þeir sýna þeim, hvar sólin kemur upp
og hvar hún gengur undir, og kenna þeim þannig
að þekkja austur og vestur o. s. frv.
Síðan er skólinn tekinn fyrir, bærinn og ná-
grennið og þessu lýst. Upp til sveita er einkum
lögð mikil stund á að kenna eðlislýsing landsins ;
það er lýst ýmiskonar landslagi, hvað landið gefi
af sjer, og hvað þar þrífist af plöntum og dýrum.
f>að skortir eigi efni, sem bændabörnum þykir
gaman að heyra sagt frá, og þau hafa gagn af að
fræðast um.
Landfræðisleg orð og hugmyndir eru skýrð jafn-
óðum og þau koma fyrir; er þá reynt að gjöra þetta
sem skiljanlegast með því að taka dæmi af einhverju,
sem fyrir augun er.
Eins og áður var sagt, er byrjað alveg gagn-
stætt á gagnfræðiskennslunni við það, sem hjá oss
tfðkast. Vjer byrjum venjulega á að kenna yfirlit
yfir allan jarðarhnöttinn, og sýnum hann jafnframt