Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 44
44
ættjarðarástina. Fæðingardagur Washingtons (22,
febr.), og frelsisskrárdagurinn (4. júlí) er öllum jafnt
hátíðadagur, hverrar skoðunar sem þeir eru. |>á
daga verður eigi sjeð, að saman sjeu komnir menn,
sem nýlega hafa borizt á banaspjótum.
í>ótt stjórnskipunarsaga sje kennd töluvert sam-
fara sögunni, þykir það þó eigi nægja, heldur er
bæði f efstu bekkjum miðskólanna og í yfirskólun-
um sjerstökum tímum varið til þeirrar kennslu. I
Milwaukee er svo mælt fyrir, að eigi skuli hafa
neina sjerstaklega kennslubók við það nám, en að
hver nemandi skuli eiga eitt eintak af frelsisskránni,
sambandsgreinunum, stjórnskipunarlögum Banda-
ríkjanna og stjórnskipunarlögum rikisins Wisconsin,
enda er það almenn venja, að kennt sje sjerstak~
lega um stjórnarskipun og sveitarstjórn þess ríkis,
sem skólinn er i. Við sögukennsluna er nemend-
unum við hvert tækifæri sýnt fram á rjettindi þeirra
og skyldur sem borgarar, en eigi er síður hafður
stuðningur af sögunni við stjórnfræðiskennsluna ; það
er jafnan leitazt við að gjöra skiljanlegan uppruna
og sögu þess stjórnarfyrirkomulags, sem nú er, eigi
síður en hitt, hvernig það nú er orðið og hverja
þýðing það nú hefur. J>að er undur, hve vel æsku~
menn í Bandaríkjunum eru að sjer í stjórnskipunar-
fræði, og hvílíka stund þeir leggja á að nema hana.
En þess ber að gæta, að engar tálmanir eru lagðar
i veg fyrir, að þeir fái sem sjálfstæðastar skoðanir
á þessum efnum og megi láta þær í ljós. J>að ber
eigi ósjaldan við, að talað sje um stjórnmál í skól-
anum; mega nemendur óhikað láta í ljósi, hveija
skoðun þeir hafi á þeim; að eins er það heimtað,.
að þeir færi rök fyrir skoðun sinni.