Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 45
45
Nýju málin.
Mesti fjöldi pjóðverja hefur tekið sjer bólfestu
í Ameríku. Árið 1880 var svo talið, að nærri tvær
miljónir byggju í Ameríku af mönnum fæddum á
fýzkalandi; má þó nærri geta, að þar muni vera
stórum fleira af mönnum af þýzkum uppruna. Af
þessu leiðir, að þýzka er allmikið töluð í Banda-
ríkjun-um, og þ>jóðverjar eru sumstaðar svo fjöl-
mennir, að þeir geta haft töluverð áhrif á skóla-
kennsluna.
þ>að er ekki nema eðlilegt, þótt þ>jóðverjar hafi
farið fram á, að börnum sínum sje kennd þýzka í
skólunum, enda hafa þeir og gjört það. Síðan 1840
hafa það verið lög í Ohio, að í hverjum hrepp
^township) skuli þýzka kennd í skóla, ef 75 íbúar
hreppsins, sem að minnsta kosti hefðu 40 börn,
krefðust þess. Svipaðar fyrirskipanir hafa síðan
verið gjörðar í ýmsum öðrum fylkjum. Venjulega
'læra að eins sum börnin þýzku; eru það mestmegnis
börn fjóðverja. Að vísu er þýzka gjörð að skyldu-
■grein í skólum í Milwaukee og nokkrum öðrum
bæjum; það vilja fjóðverjar, að einnig verði annar-
staðar, og er mjög líklegt, að þeir fái því sumstaðar
framgengt.
fegar þannig eru kennd tvö mál í einu í skól-
anum, er reynt að láta hvort skýra annað sem mest,
enda er það hægt, þegar um jafnskyld mál er að
ræða sem ensku og þýzku. Fyrst er byrjað að kenna
að lesa þýzku eptir orðkennsluaðferðinni; síðan er
skrifuð þýzk og ensk setning með samsvarandi orð-
um, hvor niður undan annari, t. d. ef skrifað væri
fyrir neðan myndina af ketti:
Ich sehe eine Katze ; hier ist die Katze
I see a Cat ; here is the Cat
Jeg sje kött; hjer er köttur(inn).