Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 46
46
Á þennan hátt sjá nemendurnir skjótt, hvað líkt
er og ólikt i hverju málinu fyrir sig. Við það að
sjá opt hinn sama mun koma fram í orðunum, læra
þeir næstum óafvitandi helztu hljóðbreytingalögmál-
in. Af slikum orðum sem da, there, par\ this, pessiy
læra þeir skjótt, að d í þýzku muni venjulega sam-
svara th í ensku (p í íslenzku). |>að fer svo fjarri,
að þessi stöðugi samanburður hindri nám móður-
málsins, að nemendurnir þvert á móti læra betur
að þekkja það og skilja við hann. Sumstaðar í
Louisiana, þar sem allmikið býr af Frökkum, er
franska kennd ásamt enskunni ; sama er að segja
um spánversku, þar sem margir Spánverjar búa.
Norðurlandamál munu eigi vera kennd í neinum
byrjendaskólum ; en eigi er ólíklegt, að Norður-
landabúar í Minnesota ogDakota muni innan skamms
heimta, að tungum sinum verði gjört eins hátt undir
höfði og þýzkunni í Wisconsin.
Nýju málin eru kennd í öllum yfirskólum, og
er mönnum annaðhvort lagt í sjálfs vald að læra þau
jafnframt gömlu málunum, eða þá að gjört er að
skyldu að læra að minnsta kosti eitt af þeim, og er
það optast svo.
Nálega æfinlega eru það franska og þýzka, sem
kenndar eru. í stærri borgunum eiga menn optast
kost á að læra annaðhvort bæði þessi mál eða þá
annað þeirra og latínu; fleiri læra þýzku en frönsku,
enda er það eðlilegt, þar sem svo margir f>jóð-
verjar búa í Ameríku, með því líka að þýzka stend-
ur nær enskunni en franskan, og meiri samanburð
má hafa milli þeirra mála, en ensku og frönsku.
Spánverska er kennd við fáeina háskóla, helzt
í Florida. Norðurlandamál eru kennd í nokkrum
yfirskólum í Wisconsin og Minnesota.