Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 48
48
mjög við höfð í smábarnaskólunum, en ekki er hætt
við hana þegar þeim sleppir, heldur er henni haldið
áfram. Við þessa kennslu fræðast börnin um margt,
•en aðalkostur kennsluaðferðarinnar er þó sá, að við
hana venjast börnin svo vel á að taka bæði eptir
hlutunum, sem sýndir eru, og öðrum hlutum, og þau
fá áhuga á að kynna sjer þá og gjöra sjer grein
fyrir þeim.
í fiestum skólum er varið meiri eða minni tíma
til hlutkennslu, og þá jafnframt að nokkru leyti til
náttúruvísindanáms. En það er eigi hlutkennslan
ein, sem veitir tækifæri til að fræða nemendurna
um náttúruvísindin; það er optsinnis tækifæri tilþess
endrarnær, bæði við málakennsluna, dráttlistar-
kennsluna og landfræðiskennsluna J>ótt hlutkennsla
sje ágæt i sjálfu sjer, má eigi búast við góðum á-
rangri af henni, nema kennarinn sje gagnkunnugur
þeim hlutum, sem hann kennir um, velji þá í eðli-
legri röð, og hafi lag á að vekja og viðhalda eptir-
tekt nemendanna í tímunum. En til þessa útheimt-
ist, eigi síður en við aðra kennslu, að kennarinn
þekki sem bezt barnsandann, og hvernig framfara-
hæfilegleikum hans sje háttað. Af því að eigi hef-
ur jafnan heppnazt að fá menn vel hæfa til hlut-
kennslu, þá hefur árangur hennar orðið nokkuð
misjafn. Fyrir þessar sakir hefur hlutkennslutímum
sumstaðar verið fækkað.
Á eptir hlutkennslunni eða jafnframt henni er
opt höfð regluleg kennsla í eðlisfræði og náttúru-
sögu; er þá höfð hjer um bil sama aðferð og við
hlutkennsluna, en kennslan að eins nokkuð reglu-
bundnari. Ávallt eru nemendur látnir nota augun
sem mest við náttúrufræðisnámið. Kennararnir hafa
góðar myndir til að sýna, eða þó helzt hlutina sjálfa,
•ef því verður komið við. 1 öllum betri skólum er