Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 49
49
dálítið steinasafn, grasasafn og dýrasafn, ásamt nauð-
synlegum áhöldum við eðlisfræðiskennslu og efna-
fræðiskennslu, en lítið eru bækur hafðar við kennsl-
una. Nemendur eru látnir teikna heil blóm og dýr
og einstaka hluta þeirra, jafnóðum og þeir eru
fræddir um þetta. Slík aðferð festir einkar vel í
minni, hvað einkennilegt er við hvað eina. Til þess
að gefa dálitla hugmynd um, hvernig farið sje að
kenna náttúrufræðina — og jafnframt um hlutkennslu
— skal hjer lýsa, hvernig kennari einn kennir börn-
um sínum að þekkja eðli segulsteinsins.
Kennarinn segir börnunum — tíu til tólf ára
gömlum — að hann ætli að tala við þau um undra-
stein, sem til sje i sumum löndum og mjög sje
gagnlegur; hann geti meðal annars vísað mönnum
veg, hvert sem vera skal. Síðan sýnir kennarinn
steininn; eiga börnin nú að skoða steininn vandlega,
og skrifa á veggtöfluna það sem þeim þykir at-
hugavert við hann. Að því búnu lætur kennarinn
steininn á borð, og ber að honum ýmsa hluti úr
járni og stáli, svarf, nálar o. s. frv. þegar börnin
hafa sjeð, hver áhrif segulsteinninn hefur á þessa
hluti, spyr kennarinn, hvort eitthvert þeirra geti nú
ekki skrifað á töfluna eitthvað um steininn. Eins
og eðlilegt er, þá á barnið hægt með að finna og
skrifa á töfluna, og hin börnin að sjá, að það er
rjett, að :
1. Segulsteinn dregur að sjer jdrn.
Kennarinn biður nú börnin að gæta að, hvar
svarf festist við segulsteininn. þ>egar þau hafa virt
það fyrir sjer, geta þau bætt við á töfluna :
2. Segulsteinninn dregur einkum að endum
sínum.
Síðan sýnir hann þeim segulsteininn og segul-
Timarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 4