Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 50
50
magnaðar járnstengur leikandi { lausu lopti ; hann
sveiflar stöngunum, og spyr svo börnin, hvort þær
viti eigi allar í sömu átt, er þær staðnæmast; þau
segja, að þær gjöri það. í hvaða átt snúa þær ?
Börnin gá að því, og sjá, að þær vita í norður. f á
má enn bæta við á töfluna :
3. Segulsteinn, sem leikur í lausu lopti, veit
ávallt í norður.
Að þessu búnu er börnunum sýndur áttavitinn
og þeim skýrt frá honum. Á sama hátt er farið
að finna fjórða lögmálið: aðdráttarafl og fráhrind-
ingarafl segulsteinsins. Öll þessi fyrsta æfing fer
fram án þess að haft sje annað vísindalegt orð við
hana en segulsteinn. í ýmsum skólum fara kenn-
ararnir í smáferðalög með börnin, og fræða þau þá
um það, sem fyrir augun ber. Ef þessi ferðalög eru
skynsamlega stofnuð, geta þau orðið að bezta liði;
börnin hressast á sálu og líkama, og kennararnir
eiga kost á að fræða þau um svo margt, setn fyrir
augun ber; þá gefst þeim og gott færi á að safna
undir umsjón kennaranna dýrum, grösum og steinum.
í Saint-Louis er kveðið á, að læra skuli nátt-
úrufræðina í þessari röð :
1. ár: frumatriði grasafræðinnar \
2. —----------dýrafræðinnar og| Hlutkennsluað-
líffræðinnar ferðin viðhöfð.
3. —----------eðlisfræðinnar J
4. — grasafræði
5. — dýrafræði, liffræði og heil-
brigðisfræði
6. — eðlisfræði og heimslýsing Lesið á vísinda-
7. — jarðarfræði, veðurfr., grasa- legri hátt.
fr., dýrafr. og þjóðalýsing
8. — eðlisfræði, aflfræði og raf-
magnsfræði.