Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 51
51
Hjer er svo til hagað, að þótt nemendur fari
úr skólanum eptir 3—4 ár, eins og opt vill til, þá
hafa þeir þó fengið yfirlit yfir hið helzta, sem lært
er í náttúrufræðinni. Hjer sýnist og námsgreinum
vera haganlega niðurraðað; það eitt er undarlegt,
að ekkert skuli vera kennt í efnafræði, því að hún
er þó skemmtilegri fyrir börn, en margt í eðlis-
fræðinni og aflfræðin.
í yfirskólunum eru náttúruvísindin mjög vand-
lega kennd. Nemendurnir leggja mestu stund á
jarðfræðisnám, einkum á það, að kynna sjer landið
kringum skóla sinn. Hið sama er að segja um
efnafræðistilraunir. í Saint-Louis eru nemendur
látnir sjálfráðir, hvort þeir gefi sig við efnafræðis-
æfingum eða eigi; kjósa flestir piltar að gjöra það
og allmargar stúlkur. Hver nemandi hefur sitt
starfborð með áhöldum fyrir sig, og getur feng-
ið þau efni til tilrauna sinna, sem eigi þykja of
skaðleg.
Listanám.
Ameríkumenn hafa haft það orð á sjer, aðþeir,
hvorki væru listamenn, nje smekkvísir. En það er
eigi svo í raun og veru. J>að er að vísu satt, að
þar hafa verið fáir ágætir listamenn, en það er ekki
loku skotið fyrir að þeir muni koma fram, því að
margir eru þar, sem stund leggja á listir, og al-
menningur hefur betur vit á þeim en almennt gjör-
ist annarstaðar. Ef farið skal eptir þvi, hve mikil
stund lögð er á listakennslu í almenningsskólum,
þá má óhætt segja, að engin þjóð kunni betur að
meta þýðing hennar en Ameríkumenn. Til lista-
kennslunnar teljast þær tvær greinir: dráttlist og
söngur.
4*