Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 52
52
Dráttlist.
Philbrick, skólaumsjónarmaður i Boston, kom
fyrst dráttlistarkennslu í fast horf árið 1864; áður
var sú kennsla eigi nema nafnið tómt; síðan hafa
ýmsir orðið til að styðja hið sama annarstaðar. í flest-
um stærri bæjum er gjört að skyldu að læra dráttlist
í skólum; sumstaðar er hún að vísu kennd að eins
þeim, sem hana vilja nema, en þeir eru jafnan næsta
margir. Beztu skólarnir eru þeir, þar sem enginn
sjerstakur kennari kennir dráttlist, heldur að hver
kennari gjöri það í sínum bekk; þó á þetta ekki
við yfirskólana. En til þess að þetta geti orðið,
verður að kenna dráttlist rækilega á kennaraskól-
unum. Eins og áður hefur verið drepið á, fá börn
f smábarnaskólunum töluverðan undirbúning í drátt-
list; mörg störf þeirra þar lúta einmitt að því, að
æfa hönd og auga. Jægar aðferð Fröbels er fylgt,
eru börn látin byrja á því, að byggja ýmislegt úr
trjestykkjum; siðan fá þau teninga ; að þvi búnu er
farið að sýna þeim fleti, þrihyrninga og ferhyrn-
inga, og eru þau látin búa til ýmsar myndir úr þeim.
Síðan eru börnunum fengnir spænir, er þau skulu
setja saman, og smáspýtur; geta þau á þann hátt
búið til bæði stærðfræðislegar myndir og aðrar
myndir; þá eru börnin og vanin á að móta úr leir
ýmis konar myndir. í byrjendaskólum eru börn
látin teikna á spjöld sín, en siðan er reglulega farið
að kenna hinar ýmsu dráttlistartegundir.
Dráttlistarkennslan hefur haft mjög góðan á-
rangur í Bandaríkjnum, og reynsla sýnist þar sanna,
að rjett sje að byrja hana þegar í byrjendaskólum,
og það þvi fremur, sem hún getur orðið að svo
góðu liði við nám ýmissa annara greina, einkum
við landfræðisnám, skriptarnám og náttúrufræðis-
nám.