Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 53
53
Söngur.
Raddsöngur er kenndur meir eða minna í flest-
um skólum; er hann ýmist skyldugrein, eða að eins
gefinn kostur á að læra hann. Við margar tilraun-
ir, sem gjörðar hafa verið í smábarnaskólum, hafa
menn komizt að raun um, að að eins tvö eða þrjú
börn af hundraði hafa eigi getað sungið rjett, og
að þó yrði ráðin bót á því. Af þessu leiðir, að
eðlilegast er að byrja á að syngja auðlærð lög með
viðeigandi orðum, en geyma þangað til seinna alla
söngfræðiskennslu; þessi aðferð er og mjög tíðkuð
i smábarnaskólum og byrjendaskólum. Nytsemi
söngsins er hvervetna viðurkennd. Einn maður, sem
um skólauppeldi hefur ritað, fer þessum orðum um
hann: „Söngurinn hefur undramagn til að veita
hvíld eptir hin alvarlegu námstörf. Menn hljóta að
sjá, hvernig hann hressir hugann eptir lokið starf,
og hvernig hann hvetur hugann til að framkvæma
ólokin störf. Eins og loptbreytingaáhöld styðja að
því, að loptið streymir út úr herberginu, eins styð-
ur söngurfjin að því, að frá huga barnsins streyma
þær tilfinningar, sem þar hafa verið inniluktar og
það hafa þreytt. £ví yngri sern nemendurnir eru,
því optar þarf að grípa til þessarar hressingar. í
hverjum byrjendaskóla ætti að kenna söng ; hann
er, ef hann er rjett notaður, eitt hið bezta ráð til
að halda við fjöri og starfhug í skólastofunni-1.
f>ví er hvervetna haldið fram, að láta börnin
eigi æpa, er þau syngja, heldur að þau syngi frem-
ur lágt.
þ>ar sem söngfræði er kennd, þar er höfð vegg-
tafla með máluðum nótnastrengjum á, og er börn-
unum kennt að skrifa nóturnar á þá, og að þekkja
þær. Víða er fortepianó haft við söngkennsluna
f>að má segja, að áhugi á söng sje mjög al-