Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 54
54
mennur bæði hjá nemendum og kennendum. f>að
en fátt inndælla eða áhrifameira en að heyra í stór-
um skólum börn svo hundruðum skiptir syngja ut-
anbókar sálma og þjóðsöngva. f>að er fátt inndælla,
segi jeg, nema ef vera skyldi að heyra sams konar
söng við kennarasamkomur.
Söngurinn er öflugt meðal til að knýja fram
hina ungu kynslóð, og á heillastund hafa Ameriku-
menn tekið það fyrir, að gjöra sönginn eins þjóð-
legan og þeir hafa gjört.
Fimleikar.
í skýrslu menntamálaskrifstofunnar segir svo :
„Hvorki í skólum nje í heimahúsum er lögð sú
stund á líkamsuppeldi æskumanna, sem vera skyldi.
En sú sök hvílir eigi fremur á þeim, sem um skól-
ana eiga að sjá, en á almenningi yfir höfuð; þvíað
þótt reynt sje til að gjöra skólahúsin heilnæmari,
og koma á líkamsæfingum jafnframt bóknámi, þá
er áhugaleysi almennings og sparsemi þeirra, sem
fjeð eigaaðleggja fram, einatt þrándur í^götu fyrir
þessu“. Yfir höfuð mun þessi dómur eigi vera of
harður, sízt um sveitaskólana.
f>ó er eigi svo að skilja, að Amerikumenn meti
litils líkamsuppeldið. f>eir, sem vit hafa á uppeldi,
kannast við, að það sje rjett, sem Emerson sagði:
„Fyrsta skilyrðið fyrir því, að maðurinn geti þrifizt
hjer í heimi, er, að hann sje gott dýr“. Einn ame-
ríkanskur rithöfundur segir, að eigi sje verjandi
meir en þrem fjórðu hlutum námstfmans til andlegs
náms; þegar skipt er um námsgreinir, þarf að vera
stutt hvíld og nemendur að hreyfa sig, og stundum
getur það verið nauðsynlegt á meðan á sjálfri
kennslustundinni stendur, að láta börnin Ijetta sjer
upp fáeinar sekúndur, til að skerpa eptirtekt þeirra;