Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 56
56
álitið sje, að 2—3 stunda námstími daglega sje nógu
langur handa ungum börnum.
f etta er nú gott og eptirbreytnisvert; en aptur
er reglulegri fimleikakennslu ábótavant; hún hefur
að eins komizt sumstaðar á, en eigi nærri alstaðar,
og víða eru fimleikaæfingarnar einkum fegurðar-
æfingar (exercises callisthenics); þessar fimleika-
æfingar eru bæði mjög snotrar og hollar. Bæði
piltar og stúlkur ganga saman að æfingum þessum.
Opt er þeim samfara söngur og hljóðfærasláttur,
fara þá fram hljóðfallsgöngur og leikir, svo að
æfingarnar líkjast meir danzæfingum en venjulegum
fimleikaæfingum; en nemendurnir eru og látnir iðka
handleggjasveiflur, líkamsbeygingar o. s. frv. J>ess-
ar æfingar eru einkar vel lagaðar til að venja menn
á snotrar líkamshreyfingar og lipurð, en miður eru
þær lagaðar til að auka karlmennsku. þ>að getur
verið, að fimleikakennslan sje í þessu horfi, af því
að piltum og stúlkum eru kenndir þeir saman.
Aflraunaleikir eru ekki stundaðir jafnmikið í
Ameríku sem í Englandi, og varla að mun nema
við hærri skóla ; fer því allur þorri æskumanna á
mis við gagnsemd þeirra. f>jóðlegastir af leikjum
þar eru ýmiskonar hnattleikir.
Handvinna.
Handvinna er eigi almennt kennd í almennings-
skólum; þó er hún að ryðja sjer þar til rúms, og
útlit er fyrir, að hún muni verða þýðingarmikil
kennslugrein. Um langan tíma hafa margir ágætir
menn haldið fram handvinnukennslu í skólum, með
þvi að eigi væri heppilegt að mennta andann einan,
en leggja eigi jafnframt stund á að efla framför
líkamans. Lista- og iðnaðarskólar leggja, eins og
eðlilegt er, næsta mikla stund á handvinnukennslu.