Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 57
57
Handvinnuskólinn í Saint-Louis hefur fyrir einkunn-
arorð : „Menntaður andi og æfð hönd“. f>essi skóli
er ekki eiginlegur iðnaðarskóli; þar eru eigi kennd-
ar neinar ákveðnar iðnaðargreinir, en tveim stund-
um er varið á hverjum degi til að kenna að smíða
ýmislegt úr járni og trje.
f>essi tilraun hefur heppnazt mætavel, og svo
þykir sem handvinnan hafi orðið til að auka á-
huga við bóknámið, og er nú í ráði að stofna fleiri
slíka skóla. En þessir skólar standa eigi í sambandi
við almenningsskólana; í þeim hefur til þessa tíma
fremur lítil stund verið lögð á handvinnu ; sumstað-
ar hefur piltum þó verið kennt dálítið að smiða og
stúlkum að sauma.
|>að er að sönnu alllangt síðan, að farið var að
tala um, að æskilegt væri að kenna handvinnu jafn-
framt bóknámi, en lengi sat það að miklu leyti við
orðin tóm, einkum að því er drengi snerti. Nú á
næstu árum hefur handvinnukennsla mjög breiðzt út
i skólum, og fjöldi manna er henni næsta hlynnt-
ur, en þessi námsgrein hefur enn verið kennd svo
stutta stund í skólum, að varla verður sagt, að full
reynd sje komin á, hve þýðingarmikil hún muni
verða, nje heldur hverja stefnu hún muni taka.
Siðfrædiskennsla.
í landi, þar sem skólar eru jafnalmennir og jafn-
þýðingarmiklir og þeir eru í Bandarikjunum, þar
hlýtur siðfræðiskennsla að fara fram i skólunum,
því að ef börnin væru alin upp án þess að hún
væri við höfð, mundi vera alin upp kynslóð, sem
einskis svífist, og sú kynslóð mundi verða því hættu-
legri, þvi meir sem hún hefði lært. Sjálfsagt er
j>að, að i Bandarikjunum eiga heimilin og kirkjan
aðsjá um trúbragðakennsluna, og að glæða siðgæði