Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 58
58
æskulýðsins; en fjöldi barna sjá allt annað en fögur
dæmi fyrir sjer á heimilinu, og kirkjan nær eigi til
þeirra, til að verka á þau ; og þessi börn þurfa
allrahelzt siðfræðiskennslunnar. Enda er og torvelt
að hugsa sjer góða unglingafræðslu svo, að eigi sje
samfara henni siðfræðiskennsla og siðfræðishvatn-
ingar.
Hinir beztu uppeldisfræðingar i Ameríku hafa
mjög haldið því fram, hve þýðingarmikil siðfræðis-
kennslan sje í skólum ; þó ætlast þeir eigi til, að
siðfræði sje kennd í almenningsskólum sem sjerstök
námsgrein; þannig mætti kenna hana í yfirskólum
og einkum í kennaraskólum, enda er það og víða
gjört. f>að, sem þeir þar fara fram á, er, að hún
sje samtvinnuð allri kennslu og öllum störfum í skól-
anum. Einn þeirra, Pickard, segir um þetta mál:
„Engin grein uppeldisins þarf að hafa jafnmik-
inn áhuga og jafnstöðuga starfsemi í för með sjer,
sem sú, að laga siðferðiseinkunn æskumannsins.
Siðgæðið er hyrningarsteinn menntunarinnar. Hvert
barn verður eptirmynd kennara síns, því að barns-
árin eru svo móttækileg fyrir áhrif eptirdæmisins.
Langar ræður um góðleik, blíðu og velvild geta
eigi eytt þeim áhrifum, sem ósanngjarnt orð, reiðu-
legt viðmót eða ósanngjörn athöfn hefur vakið.
Ást á foreldrum og náunganum, vinátta, góðleikur,
hlýðni, ráðvendni og sannsögli verður eigi glætt
jafnvel með beinum áminningum og fyrirmælum,
sem með því að geta börnunum færi á að sýna
þessar dyggðir i verkinu. Fáðu barn til að gjöra
kærleiksverk, og muntu með þvi hafa aukið góð-
leik hjarta þess; slíkt er hinn bezti fyrirlestur um
góðleikinn.
4 Smásögur um systkinaást, virðing fyrir gamal-
mennum, góða meðferð á skepnum o. s. frv. er á-