Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 62
62
orðið hin bezta leiðbeining til að læra að þekkja
börnin, og jafnvel opt orðið til að skýra málefnið
sjáltt.
Samfara hugsunarfrelsinu og sjálfsábyrgðarmeð-
vitundinni þroskast eðlilega viljafesta barnanna,
dugurþeirra og löngunin að sjá sjálfum sjer farborða,
og einstaklingseðlið nær miklu betur að fullkomn-
ast. þ>að er sjálfsögð saga, að slikt getur leitt til
sjervizku og heimsku, en við það myndast einnig
sterkar og íjörugar lyndiseinkunnir, og þar eru
hinar upprunalegu lyndiseinkunnir eigi bældarundir
vanaok.
En fátt er svo gott, að eigi megi að því finna.
Æskumönnum í Ameríku hættir æði-opt við að
gleyma því, á hvaða aldri þeir eru; þeir hika sjer
ekki við að mótmæla harðlega skoðunum gamalla
og reyndra manna, og þykjast hafa manna bezt vit
á öllum sköpuðum hlutum. Eins og geta má nærri,
meta Ameríkumenn eigi mikils venjur, þótt fornar
sjeu, nje annara manna skoðanir ; sjálfir játa þeir,
að þetta sje að vissu leyti ókostur. En hvernig á
að forðast slíkt, og halda þó við viljafestu, hrein-
skilni, dugnaði og framtakssemi? f>etta er verkefni,
sem eigi er auðleyst.
f>á er það og einkennilegt, hve mikið traust er
borið til nemendanna; þeir eru látnir mjög sjáifráð-
ir, hvernig þeir leysa verk sitt af hendi, og eru al-
veg óháðir, þegar kennsla stendur eigi yfir; það er
talið sjálfsagt, að nemendurnir muni hvorki svíkja
nje skrökva meðan þeir hafa ekki verið reyndir
að því.
Ef eitthvert brot hefur verið drýgt, þá biður
kennarinn þann, sem hann hefur grunaðan, að sek-
ur sje, að leggja við drengskap sinn, hvort svo sje
eða ekki. Ef hann segist vera saklaus, þá er það