Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 64
stæði sitt. Ef þeir eru einhverir, sem eigi geta
notið frelsisins, án þess að vanbrúka það, þá verður
eigi annað við þá gjört, en að sýna þeim hinar
hryggilegu afleiðingar breytni þeirra, og láta þá
finna til þeirra; því að ófært er að hneppa í þræl-
dómsfjötra fyrir þeirra skuld alla þá, sem hagnað
hafa af frelsinu. Skólinn á að vopna menn nauð-
synlegum vopnum í baráttu lífsins, og hann á að
kenna að beita þessum vopnum i þjónustu hins góða;
hann getur eigi borið ábyrgð á, þótt einhverir kjósi
heldur að vinna með þeim vond verk.
Guðfræðiskennsla.
Kristindómurinn hefur mjög mikil áhrif á hugi
og siði þjóðarinnar; en af þvi að trúarflokkar eru
þar svo margir, þá er trúarbragðakennslan eigi eins
sameinuð annari kennslu og hún að öðrum kosti
mundi vera. ]?að er mjög erfitt, að koma við trú-
bragðakennslu í almenningsskólunum; því að einatt
eru í sama skóla börn heyrandi til ýmsum trúar-
flokkum, enda fer hún að miklu leyti fram i sunnu-
dagaskólunum.
Biflíulestur í skólum.
Kirkjan er algjörlega aðgreind frá ríkinu í
Bandaríkjunum, og af því leiðir, að í almennings-
skólum er ekki haldið fram trúarkenningum nokk-
urs sjerstaks kirkjuflokks. En sumar guðræknisiðk-
anir eru sameiginlegar fyrir flesta kristna menn;
þær telur allur þorri manna að ekki sje á móti að
við hafa í skólum. í næsta mörgum skólum fer
fram guðsþjónustugjörð, áður en kennsla byrjar; sum-
staðar er það biflíulestur, söngur og bænahald, en
sumstaðar fer að eins fram biflíulestur eða bæna-