Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 65
65
hald. Ekkert barn þarf að vera við guðsþjónustu-
gjörð þessa, ef foreldrum þess er það móti skapi.
f>ó eru ýmsý", sem risið hafa gegn þessari
guðsþjónustugjörð, bæði katólskir menn og fleiri, og
hafa risið allharðar deilur upp milli þeirra og hinna,
sem umfram allt vilja halda við biflíulestri í skólum,
því að trúaðir Ameríkumenn meta biflíuna eigi að
eins sem orð, innblásin af guði, heldur sem bók
guðs sjálfs, sem frumreglu kristilegrar siðfræði og
grundvöll menntunar og ails frelsis. þ>eir segja, að
það sje sama að hætta við biflíulesturinn, sem að
svipta uppeldið allri siðferðislegri þýðingu. Efþeim
er svarað því, að heimilið og kirkjan eigi að sjá
um trúbragðafræðsluna, þá segja þeir, að enginn
muni þó neita, að það eigi við, að kenna siðgæði í
skólum, en að það eitt siðgæði sje sannarlegt, sem
á kristindóminum byggist.
Sunnudagaskólar.
í sunnudagskólunum fer fram trúbragðafræðsia
æskulýðsins. þessir skólar eru næsta vinsælir, og
má í raun rjettri telja þá sem grein af almennings-
skólunum. Allir, sem fengizt hafa við uppeldismál í
Bandaríkjunum, eru sammála um það, að sunnu-
dagaskólarnir sjeu næsta þýðingarmiklir, og það
þykir satt, sem Jeflferson sagði, að sunnudagaskól-
arnir væru sú eina stofnun, er líkindi væru til að
mundi fyrirbyggja, að lýðveldið í Bandarikjunum
strandaði á sama skeri sem iýðveldið í Frakklandi
hefur gjört.
Sunnudagaskólunum stýra menn af ýmsum stjett-
um, málfærslumenn, læknar, kaupmenn, þingmenn,
hershöfðingjar, og Garfield forseti veitti forstöðu
sunnudagaskóla. Skólahúsin eru opt hin skrautleg-
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 5