Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 66
66
ustu. Veggirnir eru prýddir fánum, myndum af
viðburðum úr ritningunni og ritningargreinum; orgel
er þar, og eigi er heldur gle^mt veggtöflunni.
Fjöldi manna safnast í skóla þessa á hverjum sunnu-
degi; eru það ekki æskumenn einir ; fullorðnir menn
koma þangað og til að taka þátt í guðræknisiðk-
ununum.
Störf byrja með því, að sálmur er sunginn; síð-
an skiptast menn í smáflokka, og tekur aðstoðar-
kennari að sjer hvern flokk til að kenna honum.
Aðstoðarkennararnir eru optast ungir menn, fullir
af áhuga á starfi sínu og vel hæfir til þess. Kennsl-
an í þessum smáflokkum er mestmegnis fólgin í
samtali. Eptir litla stund safnast allir saman aptur
og syngja; skólastjórinn fer stuttlega yfir það, sem
kennt hefur verið, spyr út úr því, skrifar aðalatrið-
in á veggtöfluna, og heldur stutta ræðu um kafl-
ann, sem um hefur verið talað.
Timanum er ýmislega varið 1 sunnudagaskól-
unum, en all-almennt er, að það sje þannig:
Söngur.
Flokkkennsla.
Söngur.
Almenn fræðsla.
Söngur.
Bænahald.
eru sjerstaklega kennd
Söngur.
Bænahald.
Söngur.
Endurtekið það, sem
kennt hefur verið áður.
Bænahald.
í sunnudagaskólunum
þau trúaratriði, sem sameiginleg eru fyrir hina
kristnu kirkjuflokka. Aðalmark og mið sunnudaga-
skólanna er, að kenna um Jesú Krist og endur-
lausnarverk hans; verkfærið til að vinna þetta starf
með er heilög ritning, og árangurinn, sem leitazt
er við að af því verði, er kristilegt líferni.
Af sunnudagaskólunum hafa, ef til vill, engir
meira gagn en aðstoðarkennararnir. Eins og áður