Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 67
67
var sagt, eru það venjulega ungir menn. í stað
þess að hætt er við að þeir leiðist til óreglu, er
þeir hafa ekkert að starfa, hafa þeir fengið starf,
sem fær þeim nóg að hugsa ; þeim er falið á hendi
að gjörast leiðtogar yngri manna en þeir eru sjálfir,
og innræta hjá þeim siðgæði og guðhræðslu. þ>etta
hlýtur að verða þeim hvöt til að stunda sjálfir
þessar dyggðir, enda þykir foreldrum vænt um, þeg-
ar börn þeirra gjörast aðstoðarkennarar við sunnu-
dagaskóla.
Sunnudagaskólar eru um 100,000, og ganga í þá
8,000,000 barna, eða fram undir helmingur af börn-
um á skólagöngualdri; aðstoðarkennendur við þá
eru um 1,000,000.
Kennaraskólar.
Framan af urðu menn einatt að una við kenn-
ara, þótt þeir væru lítt iærðir, og hefðu Htið vit á
kennslu. En siíkt gat ekki blessast til lengdar; það
var auðsætt, að ónytjungsskapur kennaranna mundi
stofna þjóðinni í hættu. Tii að ráða bætur á þessu,
voru stofnaðir kennaraslcólar, til að mennta kennara-
efni, og æfingaskólar handa þeim, sem komnir voru
í kennarastöðu.
Árið 1839 var stofnaður hinn fyrsti kennara-
skóli í Bandaríkjunum; var það að þakka Horace
Mann, hinum óþreytandi alþýðumenntunarpostula;
árið 1882 voru þeir orðnir 233, með i7ookennurum
og 51,132 nemendum. 1871 voru kennaraskólarnir
að eins 65, kennarar við þá 445 og nemendur
10,922. Fyrir rúmum þriðjungi af skólum þessum
sjá ríkin, en flesta hina annast borgir eða fjelög
manna.
Fyrirkomulag kennaraskólanna er næsta mis-
5*