Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 69
69
menningur má hlýða á fyrirlestra þessa, eða að
minnsta kosti mikið af þeim.
Tvennt stendur einkum í vegi fyrir, að sam-
komur þessar þrífist eins vel og þær mundu ella
gjöra. Annað er það, að kennarar þeir, sem taka
þátt í þeim, verða stundum að hætta störfum við
skóla sinn á meðan á þeim stendur, en það þykir
hlutaðeigendum venjulega eigi gott; hitt er, að sum-
staðar er vegalengd svo mikil og samgöngur svo
ógreiðar, að samkomurnar verða eigi sóttar fyrir þá
sök.
J>rátt fyrir þær tilraunir, sem gjörðar hafa verið
til að bæta menntun kennaranna, þykir henni þó mjög
ábótavant hjá mörgum þeirra, enda er varla við öðru
að búast; því að margir af þeim hafa á engan kenn-
araskóla gengið, en að eins orðið að leysa af hendi
auðvelt próf, áður en þeir gátu orðið kennarar. Afeð-
an svo gengur til, segir ameríkskur maður, Charles
de Garmo, er ómögulegt annað en mjög misjafnt
gagn verði að skólunum; því að skólar geta ekki
borið mjög mikinn ávöxt, þar sem kennararnir eru
ekki búnir undir kennarastarf sitt, en eru hálfmennt-
aðir og lausir í sessi. f>etta er þó enn háskalegra
fAmeriku en annarsstaðar, af því að skólastjórnin er
þar að mestu í höndum skólastjórnenda, sem þjóðin
velur sjálf til þess starfa. Ef við hvern skóla væru
kennarar, sem fengið hefðu hæfilegan undirbúning
undir stöðu sína, og ef hægt væri að bægja braut
frá skólanum öllum ómenntuðum kennurum,þá mundu
hverfa eða að minnsta kosti stórum minnka ókostir
þeir, sem því fylgja, að hver sveit stjórni skólamál-
um sínum, en kostirnir við það haldast.
Jóhannes Sigfússon.