Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 73
73
ritum þessum í 4 flokka; 1. rit samtíðarmanna. 2.
sagnarit íslendinga (og Norðmanna), sem flest eru
frá 12. og 13. öld. 3. sagnarit Dana frá 12. og 13.
öld (konungatöl.annálar, og sagnabækr þeirra Sveins
Ákasonar og Saxa). 4. útlend sagnarit, samin eptir
munnmælum og að nokkru leyti eptir eldri ritum
(t. d. kirkjusaga Adams frá Brimum og mikill fjöidi
af enskum og frakkneskum „kronikum“ frá 11. og
12. öld). þ»að er nú vitaskuld, að þegar á alt er
litið, hljóta menn að telja árbækr hinna kristnu þjóða,
er Norðrlandabúar áttu viðskipti við, áreiðanlegri
en sögur íslendinga, þar sem árbækurnar eru rit-
aðar samtíða viðburðunum, er þær skýra frá, en
sögurnar löngu eptir að þeir gjörðust. En hins-
vegar er þess að gæta, að árbækr þessar eru opt-
ast mjög stuttorðar og fáskrúðugar af viðburðum,
opt og einatt ógreinilegar, og snerta ekki sögu
Norðrlanda nema lítið eitt að tiltölu, svo að menn
mega vara sig á, að draga ályktanir gegn sögum
vorum af því, þótt árbækrnar þegi um marga við-
burði, sem sögurnar kunna góð deili á, en hinsveg-
ar er það als ekki undarlegt, þótt svo vilji til, að
þær geti um ýtnislegt, sem sögurnar koma ekki við
eða minnast ekki á, af því að tímalengdin hafði
afmáð minningu þess. Annars eru þær mjög víða
vel samrýmanlegar við sögurnar, og koma miklu
minna í bága við þær, en margr hefir ætlað. j?að
er líka vert að gæta þess, að margir hinna útlendu
árbókahöfunda hafa lítið þekt til Norðrlanda, svo
að vel getr verið, að þeir hafi misskilið og mis-
hermt sumt, sem þau snertir, þótt þeir hafi viljað
segja alt sem sannast. Um hinar betri fornsögur
vorar verðr ekki sannara sagt en þessi orð Dr.
Jóns J>orkelssonar í formálanum fyrir útgáfu hans
af Egilssögu (Revkjavík 1856). „fað er sama að