Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 75
75
að „kronika“ hans sé mjög óáreiðanleg, og hið sama
má að miklu leyti segja um Dudo af St. Quentin,
sem ritað hefir sögu hinna fyrstu hertoga í Norð-
mandí1, og danskir sagnfræðingar í seinni tíð hafa
reynt að bera fyrir sig því til sönnunar, að Rollo
(Hrólfr), er vann Norðmandí, hafi verið danskr, en
eigi Norðmaðr, eins og Snorri Sturluson segir í
„Hkr.“. Að öllu samtöldu er óhætt að fullyrða, að
hinar útlendu munnmælasögur frá víkinga-öldinni,
sem munkar hafa í bóksögur fært, og skreytt með
mikilli orðgnótt, séu miklu meir færðar úr lagi, og
í alla staði óáreiðanlegri en sögur Ara fróða og
Snorra og annara beztu sagnamanna vorra, enda er
það vel skiljanlegt og samkvæmt þeim vitnisburði,
er útlendir rithöfundar frá 12. og 13. öld (þjóðrekr
munkr, Saxi, Sylvester Giraldus Cambrensis), gefa
íslendingum fyrir sagnafróðleik og sannleiksást (sbr.
Safn til sögu íslands I. 143.—145. bls., og Tímarit
bókm. VIII., 112. og 115. bls.)—Saxi lætr mikið yfir
1) þessi bók er rituð um 1010—1020, en Dudo er svo
illa að sér í sögu Frakklands á 9. öld, að hann slengir
alveg 8aanan Karli digra (f 888) og Karli einfalda (897
—929), og veit ekkert um ríkisstjórn Odós (888—898).
Hann ruglar saman Bbolus ábóta í París við Ebalus
greifa af Poitou, og lætr Franco vera biskup í Rúðuborg
876, en þessi Franco var þar biskup löngu síðar (um
915—939); hann eignar Rollo ýmislegt, sem aðrir vík-
ingahöfðingjar eiga með réttu, og margt er það fleira,
sem ranghermt er og ruglað í »kroniku» Dudós (sjá G.
Storm, Kritiske Bidrag til Vikingetidens Historie I.
146.—158. bls.). Frá henni éru að miklu leyti runnar
sagnir þær um Göngu-Hrólf, sem standa í »sögunni af
G.-Hr.» eptir Halldór Jakobsson, en þó er þar bætt við
hinni norrænu sögu um ætt og uppruna Hrólfs, og sumu
breytt, stundum til engra bóta (t. d. Aðalráðr Bngla-
konungr settr samtíða Hrólfi, í stað Aðalsteins hjá
Dudó).