Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 77
77
Tcroníkuhöfunda elleftu aldarinnar, afþví að sög'urn-
ar eru seinn'a færðar í letr en þeirra verk. J>etta
hyggjum vjer ekki rétt álitið. Vitaskuld er það, að
sögurnar eru misjafnar að aldri og gæðum, og það
verður æfinlega hinn mesti skaði, að flest af ritum
Ara fróða og öll rit Sæmundar fróða skuli hafa
týnzt, því að af þessu leiðir, að nú getum vér ekki
fullkomlega sannað, að seinni sagnamenn hafi haft
frá þeim mikinn hluta af sögum sínum og ættartöl-
um, þótt fullar líkur sjeu til þess. En þeir Sæ-
mundr og Ari hafa talað við menn, er sjálfir hafa
munað fram á 10. öld, og haft glöggar sögur af
hetjum víkingaaldarinnar, svo að vitnisburðr þeirra
hlaut að takast sem góðr og gildr alt fram til land-
námstíðar að minsta kosti, en auðvitað er, að sagn-
irnar hljóta að verða því óvísari og óglöggvari, sem
lengra dregr fram í forneskju, og frá 9. öldinni, fyrir
og um íslands byggingu, verðr fátt um sögur, sem
talizt geti með öllu áreiðanlegar, jafnvel þótt margir
atburðir frá þeim tímum og enda næstu öld þar á
undan hafi vafalaust geymzt lengi í minni manna,
og verið skrásettir seinna meir, optast nokkuð ýktir,
en stundum rétt eins og þeir gjörðust. Ættartöl-
urnar hljóta lika að verða óvísari og blandnari, þeg-
hinn gamla vera fjórða mann frá honum. Saga Sveins
Akasonar hefir þannig orðið fyrir minni áhrifum af út-
lendum sögnum en flesfc önnur sagnarit Dana um þaer
mundir. Sveinn getr þess í bók sinni, að Saxi sé að
rita hina miklu Danmerkr-sögu sína, og hefir hún lík-
lega ekki verið búin fyr en nokkuð löngu síðar. Saxi
hefir að mestu farið eptir munnlegum frásögnum og
kvæðum, en þó hefir Adam haft talsverð (óbeinlínis) á-
hrif á sögu hans. Onnur gömul sagnarit Dana (Anna-
les Esromenses og Annales Eyenses eða Chronicon Erici
regis, sem seinna eru sett saman, eru miðr merk, þótt
allmargar einkennilegar frásagnir séu í þeim.