Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 79
79
að draga saman. En þetta hlýtr ætíð að verða hið
mesta vandaverk, þegar um forna atburði er að
ræða, sem fáar frásagnir eru um eptir samtiðarmenn,
og þegar als engar slíkar frásagnir eru til, heldr að
eins munnmælasögur, þá hljóta atburðirnir æfinlega
að verða óljósir, og mennirnir frá þeim tíma í hálf-
gjörðu rökkri, svo að bágt verðr að greina rétt
hvern frá öðrum. J>ar er mjög hætt við sjónvillum
og misgáningi, og geta menn bæði farið of langt í
þvi að slengja saman og skilja sundr. Fyrrum varð
mörgum sagnfræðingum það á, að þeir greindu við-
burði og persónur i fornaldarsögum of mjög í sundr,
eða gjörðu fleiri úr einum, en hinir nýrri sagnfræð-
ingar virðast miklu fremr hneigjast til hins gagn-
stæða, að gjöra einn úr tveimr eða fleirum, ef eitt-
hvað er líkt með þeim eða þeim ruglað saman í
einhverri sögu1. þ>að er nú sjálfsagt, að þeir hafa
1) Til dæmis um þessa tilhneigingu má geta þess, að
Joh. Steenstrup ætlar (Norm. III. 350), að þeir Ulfr og
Eilífr, sem taldir eru i enskum ritum liðsforingjar Svía
í orustu þeirra við Knút ríka í ánni Helgu, séu sömu
menn og Úlfr jarl þorgilsson, mágr Knúts, og Eilífr
bróðir hans. þessi ætlun styðst helzt við frásögn Saxa
(1. X. p. 518—522), er lætr Úlf jarl ganga í lið með
Svíum og vera á móti Knúti í ófriðnum við þá, en sætt-
ast þó síðar við mág sinn, um það leyti sem Sveinn sonr
hans fæddist, sein kemr als ekki heim við tímatalið.
Eptir þessu hefði Úlfr jarl verið drottinssviki, og Knútr
haft fullan rétt til að láta drepa hann. En Steenstrup
hefði varla komizt að þessari niðrstöðu, ef hann hefði
tekið sögur vorar betr til greina en hann gjörir þær
segja svo frá, að Úlfr jarl hafi komið Knúti til hjálpar
í orustunni, og virðist það miklu sennilegra en hitt, að
hann hafi verið foringi í liði Svía (sbr. P. E. Míiller:
Not. uber. in hist. Dan. Saxonis Grammatiei, 313—314),
enda sýnast allar líkur benda til þess, að þeir Úlfr og
Eilffr, er voru fyrir liði Svfa í téðri orustu, hafi verið
synir Rögnvalds jarls Úlfssonar , er átti Ingibjörgu