Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 80
80
opt rétt fyrir sér, þá er þeir draga það saman í
eitt, sem eldri sagnfræðingar höfðu sundrliðað, og
að öllu samtöldu eru rannsóknir þeirra ólíkt skarp-
legri og betr rökstuddar en rannsóknir hinna eldri,
en þó verðr það allajafna örðugt viðfangs, að ráða
fullkomlega úr gátum þeim, er fornöldin leggr fyrir
menn, og fer optast svo, að sitt lízt hverjum. Munn-
mælasögurnar sjálfar hafa víst optar blandað tveimr
eða fleiri viðburðum og persónum saman, heldr en
margfaldað sama viðburð eða persónu, en stundum
mun það hafa átt sér stað, að þeir, sem skrásettu
munnmælin, hafi gjört fleiri úr einum, einkanlega
hefir Saxa* 1 verið mjög gjarnt til þess, en flestum
Tryggvadóttur, og tvo sonu við henni: Úlf jarl og Eilíf
jarl (Hkr. 313. bls., Ól. s. h. 95. k.). En Saxi hefir lík-
lega blandað saman þeim Úlfunum, enda benda ættar-
nöfnin til þess, að báðir hafiverið af ætt Sköglar-Tosta,
og gfc.t þetta þá því frekar ruglazt fyrir Saxa eða sögu-
mönnum hans, líkt og þegar hann (1. X. p. 522) telrBjörn
meðal Guðinasona, systursona Úlfs jarls, í stað^þess að
Björn hét náfrændi þeirra, sonr Úlfs jarls og Astriðar,
en bróðir Sveins Danakonungs Úlfssonar (Fms. XI.
183).
1) Hið mikla og merkilega verk Saxa »Historia Da-
nica» er, að ætlun fróðra manna ritað á árunum 1181—
1208. Grindin í því er danskt konungatal, sem hefir
áðr verið til, og er til orðið á þann hátt, að til hafa
verið tínd sem flest konunganöfn, til að gjöra það sem
lengst, og hafa þannig ýmsar fornaldarhetjur verið klofn-
ar í sundr í tvo eða fleiri konunga hver, enda byrjar
konungatal þetta nokkrum öldum fyrirKrists daga. Nú
hefir Saxi reynt að skipta niðr á þessa konunga forn-
sögum þeim, er hann þekkti, en við það hafa þær víða
færzt úr sínum upphaflegu skorðum, og er örðugt að finna
þeim réttan stað aptr. Um sanna sögu Dana fyrirdaga
Sveins Úlfssonar er Saxi engu fróðari en Islendingar, og
þarf hér ekki annað að færa því til sönnunar en það,
að hann veit ekkert um hinar mörgu herferðir Sveins
tjúguskeggs til Englands, heldr segir að eins, að Sveinn