Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 84
84
Oraníu, mundi þá eigi margr ætla, þegar fram liðu
stundir, að Vilhjálmr I. og Vilhjálmr III. hefðu í
6. Eptir Eg. fellr Ólafr rauðþ í orustunni á Yínheiði,
en eptir enskum ritum kemst Ólafr SigtryggssoD undau
úr Brunanborgar-orustu og lifir lengi eptir það (f nál.
980).
7. Jarlarnir Hringr og Aðils frá Bretlandi, sem Eg.
segir að fallið hafi í orustunni á Vínheiði, eru ekki nefndir
í orustunni við Brunanborg, þótt taldir séu margir höfð-
ingjar, er þar féllu (í írskum árbókum, sjá Norm.
III. 74).
8. Á Vínheiði féllu eptir vísum Egils að eins 3 höfð-
ingjar (»þrír jöfrar») fyrir Aðalsteini, en við Brunanborg
féllu eptir enskum frásögnum 5 konungar og 7 jarlar.
Vísur Egils bera þess merki, að þær séu honum
réttilega eignaðar, og hann hafi sagt rétt frá mönnum
og atburðum. þannig er Goðrekr algjörlega enskt nafn
(Godric), ótíðkanlegt á Norðrlöndum, og Alfgeirr (Ælfgar)
er sömuleiðis altítt nafn á Englandi á 10. öld. Nöfnin
Hringr og Aðils á brezkum jörlum koma að vísu nokk-
uð undarlega fyrir, en alkunnugt er, að Norðmenn lög-
uðu einatt útlend nöfn eptir sínu máli, enda getr vel
vel verið, að jarlar þessir hafi verið af Norðrlandakyni
og ráðið fyrir Norðr-Bretum (fyrir norðan Wales), en
Ólafr rauði hafi verið herkonungr frá Suðreyjum, er eign-
azt hafi ríki á Skotlandi. það hafa sjálfsagt fleiri her-
konungar með Ólafs nafni verið uppi fyrir vestan haf á
fyrra hluta 10. aldar, heldr en þeir ólafr Sigtryggsson
og Ólafr Guðröðarson frá Dýflinni, er báðir tóku þátt í
Brunanborgar-orustu. þannig er t. d. nefndr nÓlafs-
sonr» frá Suðreyjum um 960, og Itfakkus Ólafs son er
nefndr höfðingi sá, er sagt er að felt hafi Eirík blóðöx
árið 954 (Norm. III. 89). Vestanvert á Norðr-Englandi
og Skotlandi voru mörg smáríki, sem menn þekkja nú
lítið til, en virðast hafa verið ýmist háð eða óháð Engla-
konungi, og gátu þeir Ólafr rauði, Hringr og Aðilsverið
höfðingjar einhversstaðar um þær slóðir (t. d. í Galloway,
Strathclyde, Cumberlandi eða Westmorelandi, sbr. Norm.
III. 61 og 200—202). Mathæus af Westminster Iætr
»dux GaIwalensium»J(höfðingjann í Galloway) ganga til
handa Játvarði konungi, föður Aðalsteins, árið 921 á-
samt Skotakonungi og Bögnvaldi konungi á Norðymbra-