Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Page 86
86
úr bendunni og komast að fastri niðrstöðu, kemr
annar og flækir aptr eða rífr niðr fyrir honum.
Hinar útlendu árbækr, sem skrásettar eru samtíða
viðburðunutn, geta hvergi um „Ragnar loðbrók
Danakonung“, sem er svo nafntogaðr í fornumsög-
um Norðrlanda; en aptr er í ýmsum útlendum sagna-
ritum getið um „Loðbrókarsonu“, danska vikinga-
höfðingja, er herjað hafi víðsvegar á seinna helm-
ingi 9. aldar, og kalla sumir kroniku-höfundar föð-
ur þeirra „Loðbrók“ (t. d. Vilhjálmr af Jumiéges
(„Lothrocus rex Danorum“), og Mathæus af West-
minster), en enginn „Ragnar“. Nú eru margir
Danakonungar á 9. öld taldir í árbókum Frakka(og
J>jóðverja), en enginn þeirra er nefndr Loðbrók og
ekki heldr Ragnar, enda hefði hann hlotið að vera
uppi miklu fyr en um miðbik g. aldarinnar, ef nokk-
uð væri að marka hinar íslenzku ættartölur frá hon-
um1. En þótt menn vildu alveg kasta þeim, þá
væri hvergi nærri greitt úr allri flækju fyrir því.
1) f>ótt Steenstrup vilji ekki taka hinar íslenzku ætt-
artölur til greina, og gjöri mikið úr því, að þær sannist
ekki af útlendum árbókum (Norm. II. 375), þá dæmir
hann samt ekki hverja þá ættartölu ómerka, sem villur
finnast í, heldr leggr hann sig niðr við að leiðrjetta vill-
urnar í ættartölu þorgils sprakaleggs og Valþjófs jarls,
sem er mjög úr lagi færð í enskum ritum, þar sem Björn,
faðir Sigurðar jarls digra (f 1055), föður Valþjófs, er
talinn sonarsonr þorgils sprakaleggs (faðir hans kall-
aður »Ulsius Spraclingi (Spratlingi) filius», Scr. r. Dan.
III. 288, 299), en Steenstrup (Norm. III. 437—39) færir
líkur til, að Björn hafi verið ^bróðir þorgils sprakaleggs
(sonr Styrbjarnar sterka?). I sögum vorum (Hkr. Har.
harðr. 77. k., 607. bls.; Fms. XI. 194), er Valþjófr jarl
ranglega talinn bróðir Haralds Guðinasonar Englakon-
ungs (,f 1066), í stað þess að þeir hafa verið frændr (þre-
menningar?). þótt ætt þessi sé þannig skakt talin bæði
í enskum og íslenzkum sagnaritum, þá lætr samt enginn
sér til hugar koma, að ættartala Valþjófs jarls til þor-