Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Side 89
89
urðr hringr“ faðir „Ragnars loðbrókar“, og hafi
hann aldrei verið til öðruvísi, með því að hinirfornu
sagnamenn Dana, er þektu þá af átlendum ritum
og reyndu að samrýma það, sem þaðan var fengið
við innlendar sagnir (sbr. Krit. Bidr. I. 53. 56.—57.),
hafi ruglað þeim saman, og lagt „Anulo“ út með
nafninu „Hringr“, en þess ber vel að gæta, að Anulo
eríraun réttri alt annað nafn en Hringr, og á ekk-
ert skylt við latneska orðið „annulus“ (sem þýðir
hring), því að Anulo (Analo, Anilo, Anolo) vartíðk-
anlegt nafn hjá Forn-Frökkum, og samsvarar alveg
hinu norræna nafni Áli, enda var það ekki siðr ár-
bókahöfunda Frakka á þessum timum.að leggja manna-
nöfn út (Storm : Kr. Bid. I. 39). Hefir því formaðr
og bróðir Raernfreðar aldrei heitið Hringr, heldr
Áli, og er þess vegna næsta ólíklegt, að hann hafi
gefið tilefni til sögunnar um „Sigurð hring“, enda
hefði honum varla verið alveg ástæðulaust slengt
saman við mótstöðumann sinn, þótt margt sé rang-
fært i hinum dönsku konungatölum, og það er miklu
skiljanlegra, að konungar þessir fráárunum 812—814
hafi alveg týnzt úr minni manna með tímanum, þar
sem þeir ríktu svo skamma stund1, heldr en að þeir
hafi orðið í munnmælunum að hinum voldugustu og
frægustu söguhetjum. þ>etta hefir líka vakað fyrir
ýmsum vfsindamönnum, að því er Ragnar snertir,
og hefir Dr. Joh. Steenstrup í riti sínu „Norman-
1) Enhver hinn nafnkendasti og voldugasti af konung-
um þeim, er vér þekkjum af árbókum Frakka, Hárekr
eldri (sem sat að völdum rúm 40 ár), hefir gleymzt svo
með tímanum, að Saxi kann ekkert satt af honum að
segja, nema fall hans, sem alkunnugt var af útlendum
sagnaritum. Hafi minning hinna ómerkari haldizt betr
við, verða einhverjar sjerstakar orsakir að vera til
þess.