Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Qupperneq 93
93
bækr Forn-Frakka (Franka) og æfisögu Ansgars^
virðist þannig nú sem stendr vera drotnandi meðal
helztu sagnfræðinga Norðrlanda. J>að erulíkamörg
rök til þess, að þessi skoðun sé rétt að því leyti,
að einvaldsríki hafi myndazt í báðum þessum lönd-
um fyr en seint á 9. öld, þótt það sé reyndar var-
lega gjörandi, að álykta mikið um stjórnlegt ástand
Norðrlanda af þessum útlendu ritum, því að þótt
þau séu áreiðanleg, það sem þau ná, þá hefir það
auðvitað aldrei verið tilgangr höfunda þeirra, að
rita sögu Norðrlanda, og er því engin von til þess,
að þeir skýri nákvæmlega frá því, sem er ekki hið
eiginlega umtalsefni þeirra, heldr kemr að eins lítið
eitt við það. 5>ó að þessi sagnarit nefni t. d. ein-
hvern Danakonung eða Svíakonung, af því að hann
hefir haft einhver viðskipti við þá menn, sem verið
er að segja frá, þá er einatt ekki hægt að vita af
því, hvort hann hefir verið undirkonungr eða ein-
valdskonungr, eða aðrir ráðið ríki með honum, þeg-
ar slikt er ekki tekið fram með berum orðum.
f>annig eru rit þessi alveg ónóg til þess, að fá af
þeim nokkurn veginn greinilegt yfirlit yfir sögu
Norðrlanda á 9. öld, og það virðist því viðrhluta-
mikið að hafna alveg þeim upplýsingum, sem forn-
sögur vorar gefa um þetta efni, þótt sumar þeirra
sýnist í fljótu bragði ekki koma sem bezt saman
við vitnisburði samtíðarmanna, sem sjálfsagt verðr
að skipa í fremstu röð, að svo miklu leyti sem þeir
hrökkva til. Sögurnar eru að vísu ritaðar eptir
misjafnlega skilríkum munnmælum, en varla mun
nokkur geta neitað því, að mörg forn munnmæli
hafi söguleg sannindi í sér fólgin, þótt stundum sé
válde, hvilken föreuing redan tidigare skall hafva blif-
vit tillvágabragt».