Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Síða 95
95
an Danaveldi. En hinir helztu sagnfræðingar nú á
tímum vilja ekki fallast á, að Danakonungar hafi
ráðið Vikinni, enda er það alt af ráðgáta fyrir þeim
og deiluefni milli þeirra hvernig á því standi, að
Danakonungar hafi ráðið fyrir Vestfold snemma á
g. öld. En hvernig sem þetta er skoðað, þá verðr
því ekki neitað, að sögum vorum ber hér saman
við árbækr Frakka um það, að nokkur hlutiNoregs
hafi lcgið unfir Danakonunga, dðr en Noregr varð
einvaldsríki.
Eins og þetta er rétt hermt í sögum vorum,
eins er líklegt að fleira sé, er snertir sögu Norðr-
landa á þessum tíma, þótt víða sé málum blandað,
og bágt að greina satt frá ósönnu. Sögunum ber
ekki alveg saman um það, hvernig farið hafi um
riki Ragnars eptir dauða hans, en þó vísa þær helzt
til þess, að það hafi skipzt í tvö aðalríki : Svía-
veldi og Danaveldi (að fráskildu Jótlandi), og Svía-
veldi haldizt alt i ættinni stöðugt upp frá því, en
Danaveldi heldr rýrnað, og hafi Gormr gamli
fyrst náð allri Danmörk undir sig. í þætti af
Ragnarssonum segir, að Hörða-Knútr, sonr Sigurð-
ar Ragnarssonar, hafi tekið ríki eptir föður sinn „i
Selund, Skáni og Hallandi, en Víkin hvarf pá und-
an honum“, og bendir það til þess, að Danaveldi
hafi um það leyti verið óstyrkt og þess vegna
sundrazt. Nú er helzt að ráða af árbókum Frakka,
að Danaveldi hafi verið allstyrkt einvaldsríki um
mikinn hluta g. aldar, og eru þar nefndir allmargir
konungar, sem sagnamenn vorir sýnast als ekki hafa
þekt1. En það var reyndar ekki við að búast, að
1) Athugaverð er sú missögn í »Herv.» (XVI. k.), að
ívarr víðfaðmi hafi sett »Valdar konung» yfir Danaveldi,
og gipt honum Álfhildi dóttur sína, og hafi synir þeirra